Hugs!

Jæja, bara mánuður og tíu dagar í að maður komi heim! Jiii ég er strax farin að hlakka til! :D Hlakka til að hitta alla og vera með fjölskyldunni! :)

Var á Vísi.is áðan að skoða eins og oft áður, þar sem að ég hef lítið að gera á kvöldin.. Og fyrir slysni, eftir að hafa hlegið dágott af dömuráðum Tobbu, rekst ég á myndband sem þar sem yfirskriftin er "Íhugaði sjálfsvíg vegna eineltis", þegar ég sé svona yfirskrift tel ég mig bundna til að skoða, verandi það að mér leið aldrei vel í grunnskóla! Eftir að hafa horft og hlustað á þetta myndband, lísti sér þetta nákvæmlega eins og skólaganga mín í grunnskóla, leið aldrei vel, átti fáa vini, treysti engum, hugsaði um að það væri gott að hverfa bara. En það sem að hélt í manni lífinu var að ég átti æðislega fjölskyldu og á enn. Enda er ég mjög þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið frá þeim. En eins og hjá þessarri konu, kynntist ég ákveðinni stelpu sem að hjálpaði mér að komast í gegnum síðustu tvö árin í grunnskóla, enda er ég mjög þakklát fyrir að hafa kynnst henni betur, ef ég hefði ekki gert það væri ég sennilega ekki hér í dag. Eitt að því sem að bjargaði líka var að fara í Unglingadeildina og kynnast þar krökkum sem eru eldri en ég og vita að það var fólk sem að dæmdi mig ekki fyrir hvernig ég leit út, eða commentuðu á það hvernig ég var. Þetta er allt saman fólk sem að heldur enn í manni lífinu, enda í dag er maður svo gott sem giftur björgunarsveitinni.

En það sem ég held að stærsta vandamálið fyrir mig hafi verið afskiptaleysi skólans á þeim tíma að reyna ekki að útrýma einelti í skólanum, af því að ég veit það fyrir víst að yngri bróðir minn lenti í því sama og ekkert aðhafst í því heldur. Á einhverjum tímapunkti átti að senda mig til sálfræðings, ekki tók ég það í mál, enda ekki ég sem þurfti til sálfræðings..!

Ég get sagt nákvæmlega það sama og þessi kona, að það er einn af þessum gerendum sem hefur beðist afsökunar á því sem að lét mann ganga í gengum, en hafði hann ekki hugmynd um að hann væri að ger illt..
En það sem að er verst fyrir mig er að mér langar helst ekkert til að hitta þetta fólk, mér finnst mjög erfitt að fara á t.d. reunion, enda hef ég ekki látið sjá mig síðan ég veit ekki hvenær! Af því mér finnst þetta fólk alltaf dæma mann nákvæmlega eins og það gerði í grunnskóla!

Ætla að láta þetta vera í bili!

Margrét Hildur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband