Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

LOKSINS!

Jæja, þá er maður aftur komin með NETIÐ! Vííí! Ekki lengur netlaus...

En ég er líka bara nýkomin frá Danmörku. Mér langaði sko ekki að koma til baka. Ég ELSKA Danmörku!!! Allir eru svo afslappaðir og rólegir.
Við vorum bara eiginlega bara hjá Peter og Lisbeth. Ekkert smá flott mér langar sko! Ætla að setja inn nokkrar myndir út DK. Langar eiginlega bara að fara út aftur núna! Mér langar ekkert til að vera á Íslandi, langar bara til að vera í DK!

En ég segi bara að ferðin var alveg ÆÐI!!!

Ýmislegt37 065 Þetta er Svala. Hundurinn hans Hansa.

Ýmislegt37 070 Ein af myndunum úr skógarferðinni:)

Ýmislegt37 084 Hestarnir hans Hansa:*

Ýmislegt37 102 Hans og Lára. Við vorum að tína epli:)

Ýmislegt37 134 Og við fórum til Kaupmannahafnar:

Ég ætla að vinna í því að setja sem flestar myndirnar á síðuna:Þ


Komin

En hvad tetta er buid ad vera LANGUR dagur. Komin til DANAVELDIS!! Vá það er svo mikið af trjám...!! Ekkert smá, ég hafði ekki undan að skoða tréin! Ég veit... ég er skrítin! Það eru svooo stór tré hérna:)

En nú ætla ég að leyfa pabba að halda áfram að læra..

Heyrumst


Loksins er að koma að því... Hann Pabbi er að koma heimGrin Vá ég er þá ekki búin að sjá hann í 2 og hálfan mánuð. Ekkert smá langt síðan. Svo eru bara ca. 10 dagar þangað til að maður flýgur út til Danaveldis og verður þar í viku að halda pabba félagsskap og kíkja á fólk! Geggja hlakkar mér til. Get hreinlega ekki beðið þangað til á morgun... Ég á ekki eftir að vera heil í vinnunni á morgun.. Mér hlakkar svooooooo mikið til! Pabbi fer í loftið kl. 11:15 að Íslenskum tíma og verður lentur 14:35 eftir því sem að áætluninn segir..

En allavega, þá fer bara að líða að því að maður flytji aftur.. Ekkert spennó það! Langar ekkert til að flytja af Hvanneyri, alltof þægilegt að búa hér!  En hvað um það, ég er búin að velja mér herbergi og allt, strákarnir fá ekki það herbergi! Óli rændi herberginu mínu þegar ég var í Skotlandi og ekki var ég beint sátt þegar ég kom heim.. Get ekki sagt það!

 En ég ætla að fara að gera eitthvað...

Magga kveður í bili, með þvílíka tilhlökkun og hausverk í þokkabót!!

Ýmislegt26 064 Ég og Ástin mín:*:*


Hvernig væri það?

Jájá, ekki er það amalegt að ég fékk póst áðan frá Iceland Express. "Góða ferð til Kaupmannahafnar"!!! Vá það eru ekki nema 2 vikur þangað til að við fljúgum út. Það er ekkert smá stutt. Svo er pabbi gamli alveg að fara að koma heim. Enda er ég farin að iða hvar sem ég er. Allir farnir að hlakka til. Svo ætla ég að biðja pabba um að kaupa fyrir I-podin minn. 

Svo er maður alveg að fara að flytja af HvanneyrinniCrying Mun það vera ekkert smá leiðinlegt, þá þarf maður að redda sér fari uppeftir á fimmtudögum til að fara á barin. Ef ég á að segja eins og er, þá hlakka ég bara ekkert til að fara aftur niður í Borgarnes. Þoli ekki að vera þar. Eina sem að ég geri niður í Borgarnesi er að fara í vinnuna, annað ekki. En íbúðin sem að við erum að fara í er hevííí flott... Lýsi henni betur þegar að við erum komin í hana.

Sjitt, við erum bara alveg að fara...

Magga


Snilld!!

Ég hló mig næstum í hel áðan þegar ég sá hvað vinkona mín frá Kanada skrifaði hvernig við þekktumst á Facebook.com!
Ég skal bara segja það að "I´m a proud member of teh HOT KILLS team"!!! Haha, ég hélt ég myndi missa mig. En fyrir þá sem að ekki vita eða finnst þetta hreint ekki fyndið þá var þetta svona einkahúmor í gönguferðinni okkar um Laugarvegin. Vegna leiðsögumannsins sem að tók á móti okku í rútunni við Landmannalaugar. Ég held að sá leiðsögumaður hafi verið frekar lélegur í enskunni eða kannski var það bara að við sátum öll aftast. Ég verð bara að minnast á það að þessi rútuferð var ekki sú skemmtilegasta... Hef nú upplifað þær betri, meira að segja þegar við fórum í snjóbilnum og óveðrinu undir fjallið hér um árið. Segi að hún hafi verið skemmtilegri. Þar sem að bílstjórin var nógu vitlaus að fara í þessu  veðri undir fjallið. Eins og allir vita er Hafnarfjallið veðravíti í vondum veðrum um veturnar og varla hægt að fara þar undir í 25 metrum stundum.

En ég ætla að hætta að kvabba um þetta. Fer kannski og stend upp og fæ mér að éta, ef ég nenni. Ég veit að þetta er allt í belg og biðu en það verður að hafa það í bili....

Maggzzz *óver and át*
PROUD MEMBER OF THE HOT KILLS TEAM:D


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband