Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Komin heim:)

Jiii, ég held að mér langi bara til að búa upp á fjöllum! Það sem að maður elskar við það að vera upp á fjöllum er friðsældin og róin að vera þar...InLove Væri til í að geta verið þar meira.

En eins og ég segi þá er maður komin heim í Borgarnes og átti ég mjög góða helgi án alls.. Saknaði þess sko ekki að vera með símann minn, komst að því að ég þarf að kaupa mér jeppa! Helst 105 KrúserWink Það var svo gott að keyra hann!

IMG_3573









Váááá!!

En við fórum á föstudagsmorgun sem leið lá aðeins norður í Biskupsbrekkuna á Holtavörðuheiði, þar sem að gert var smá stopp áður en það var lagt í hann fyrir alvöru yfir Arnarvatnsheiðina! Vúhú! En við fórum yfir hana og ég hélt stundum að hjartað ætlaði að stoppa, sérstaklega þegar að hann var að stríða okkur og ætlaði að keyra YFIR vatnið! En það var í lagi, svo var komið á Hveravelli einhverntímann um 22-22:30 og BORÐAÐ!! Loksins, maður var orðin frekar svangur, enda var manni bolað út úr sínum bíl, þar sem að nestið var þar, en ég var með lakkrísbitana og Kristalin.. En maður fékk svo grillaðan, geggjað góðan hammara þegar í skálan var komið...
Svo fóru þreyttir ferðalangar í bælið þegar að klukkan var að ganga eitt!

Svo vaknaði ég kl. HÁLF 8 á laugardagsmorgun! Ég var skoooo EKKI SÁTT! En maður varð að láta sig hafa það að vakna svona snemma. Dííí! En svo var farið áleiðis inn í Kerlingarfjöll og jeppast aðeins.. svo komum við við í Kerlingarfjöllum og borðað smá nesti.. mmm! Svo var farið aftur á Hveravelli eftir jeppaferðina.. Svo var borðar geðveikt gott svína kjöt! Svo var bara spjallað og spilað og svona.. Svo var maður bara sofnaður upp úr miðnætti.. og vaknað kl. 9 í morgun og lagt í hann kl. 10! Var komin á Skagan til að mæta í fermingarveislu upp úr hálf 18 í kvöld og komin heim um 20 leytið..

En nú þarf maður að fara að lúlla sér.. set inn myndirnar á Facebook!

Fjalla/jeppageitin

Magga:) 


Gleðilega páska:)

Nú er bara páskadagur brátt á enda og páskafríið líkaCrying Pabbi farin 'heim' til Danmerkur.. og ég var svo elskulega að fá einhvert helvítis kvef! Djöfullinn! Ég kann ekki að vera sona veik, kann ekki að liggja í rúminu og vera veik, verð alltaf að vera að gera eitthvað.. Er ekki búin að gera neitt annað síðan á föstudag, en að hnerra... það er frekar óþægilegt, mér kitlar endalaust í nefinu og horið er sko ekki af skornum skammti!! OJJJJJ!Pinch

Svo var náttlega föstudagslangaball í Brún í þetta skipti, en ekki í (áf)Logalandi.. En þetta var samt ekkert annað en SLAGSMÁL og aftur slagsmál! Ég held að ég hafi aldrei á einu balli séð svona mörg slagsmál á sama tíma, ætli þau hafi ekki verið kannski þrjú á sama tíma og svo fullt af meiri slagsmálum.. hefði nú samt viljað hafa myndavélina mína með.. Það var margt skemmtilegt sem að maður hefði helst viljað hafa fest á 'filmu' á því balli!

En hvað um það! Pabbi bara farin, þannig að maður opnaði ekki páskaeggið sitt fyrr en seint og síðar meir.. En þetta var sko gott páskaegg.. Freyju rís nr 4.

Svo er bara að fara byrja og klára Lokaverkefni í skólanum.. það fer nú alveg að líða að lokum þar... sjitt! Ekki smá stutt!

En ég er farin:)

Maggzz 


Páskafrí!!

Vá, hvað ég er fegin að vera komin í páskafrí! Víí, get farið að notað tímann í það að byrja á lokaverkefnunum.. Sjitt mér er sko farið að kvíða fyrir því! En annars er voðalega lítið búið að gerast. Er bara búin að vera í skólanum og að vinna og sona!

Fór svo til Keflavíkur að kíkja á litla hennar Ingibjartar! Vá hvað hann er ÓTRÚLEGA SÆTUR!!!

CIMG0478
Hann er svooo sætur!

 

 

 

 

 

 

Já en við Kolla fórum til þeirra hjúa og nýja barnsins og gáfum þeim, galla á gæjan og svona ýmislegt dót handa mömmunni:P

En læt þetta duga í bili!

Maggzzzz! 


Pabbi á afmæli í dag!

Jeijj! Hann á afmæli í dag.. osfrv. Svo kemur kallin heim á morgun, eða annað kveld:) Veiii!

En annars er voða fátt að frétta af minni hálfu:) fór í hesthúsið í gær og var að hjálpa Rasmusi:) það var gaman:) svo var mokað, gefið og járnað!
Ein mynd til:)

Þetta var mjöööög fyndið!IMG_3252


Sígaunabaróninn!

Já ég og hún móðir mín skelltum okkar á Sígaunabaróninn sem er sýnt í gamla mjólkursamlaginu hér í Nesinu! Sígaunabaróninn er gamanópera í sýningu hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

Þetta var frábært að horfa á! Söngurinn var dáleiðandi, gjörsamlega. Mjög vel leikið og síðast en ekki sýst MJÖG fyndið! Ég, mamma og einhverjir fleiri hér úr héraðinu sátum efst.. og hlógum mest! Ég hló hæst eins og vanalega, ég réð bara ekki við mig. Þetta var svo fyndið! Það er svo mikill humor í leikritinu!
Það eina sem ég hef út á að setja.. Það er frekar óþægilegt að sjá bílana þjóta framhjá, hefði mátt vera eitthvað fyrir gluggunum! En það setti ekki mikið á leikritið... 

En annars þá var ég bara að koma heim úr vinnunni! Fjúff hvað ég er þreytt.. fór samt að sofa kl. 1 í nótt! En ekkert er planað í bili, þannig ég er opin fyrir hugmyndum!

Maggzz! 


Vi ses hej hej!

Já eins og fyrirsögnin segir þá er ég búin að vera með þessa setningu á heilanum í einhvern tíma núna! Mér finnst þetta bara svo fyndin setningWink Kannski er þetta bara ég, en mér finnst þetta bara fyndið...

En það er s.s. ekkert mikið að frétta, er bara búin að vera í skólanum og svo að vinna og læra og svoleiðis. Fékk 7 fyrir ritgerðina um Freyju!!LoL Vá hvað ég er ánægð... svo fékk ég 8,5 fyrir örkönnun í goðafræði.. og ég rétt slefaði í prófinu í félagsfræði.. með 5,2 ekki nógu gott það.. en þetta kemur vonandi! 

En það er s.s. ekkert merkilegt sem er búið að gerast.. Jú skellti mér á djammið í gær, Agent partí á skaganum.. það var ágætt, fyrir utan það að ég var með hausverk allan tímann í gær og endaði með því að  ég hringdi í bræður mína og Kiddi kom og sótti mig upp á skaga.. En djöfull var ég reið í gær, ég er alveg á því að fólk er skoo fokking steikt í hausnum! Ég varð sko ekki lítið reið í gær, en ég ætla ekkert að fara að hella mér í það hér...

 Maggzz


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband