Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Þið segið það já?!

Já, ætla að koma með smá leiðindi fyrst... vill fólk vinsamlegast skrifa í gestabókina eða kommenta á síðuna! Annars fer maður bara að læsa henni!

En já allavega, þá er bara búið að vera brjál að gera sko.. Er alltaf að læra, alltaf að vinna og stundum upp í sveit! Svo reynir maður að slaka á á milli! En það er ekkert að ganga.. komin með bauga niður á brjóst! Liggur við! En ég er mjög ánægð með einkunina sem að ég fékk fyrir lokaverkefnið í félagsfræði. Verkefnið var um fíknefni og fékk ég 8,5 fyrir þaðCool Ekkert smá ánægð sko! Svo var Íslenskupróf á síðasta fimmtudag og komu niðurstöður nokkrum klukkutímum seinna.. fékk ekki stúlka bara 7,5 fyrir það! Vissi bara svarið við 2 spurningum, annars notaði maður bara útilokunaraðferðina! Fengum að hafa hjálpargögn, eitt blað með því sem að okkur fannst vera aðalatriðin! NiceSmile

En annars þá var helgin þannig að ég ætlaði að drekka á föstudag, en var of þreytt til þess, keyrði í staðin, þar sem að komu upp smá vandamál hjá vini.. En það er allt komið ílag nún, sem betur fer... Svo var maður vakin á laugardag... beðin um að koma fyrr í vinnuna.. gerði það, var að vinna til 17.. Fór svo og sótti Rasmus til að keyra hann upp á Miðfossa svo hann gæti æft sig fyrir prófið sem að hann átti að fara í í morgun.. svo var bara farið heim og klætt sig í önnur föt og bíllin keyrður upp á Hvanneyri og var farið á barin og spilað, laufa sjöa... SNILLLLD!
Svo fékk maður að gista hjá Söruh og Guðna og við ræðum það ekkert meira!Halo

En nú er maður að fara að byrja á lokaverkefni sem að maður á að skila á miðvikudag..

Þannig að ég er farinCool

Síja

Magga 


Læri lær!

Já, nú gerir maður ekkert annað en að læra..

Nú er maður bara að vinna í því að klára lokaverkefnið í félagsfræði um fíkniefni, komin með helming af verkefninu, miðað við að maður á að gera 3- 5 mínútna verkefni... En það er náttúrulega fullt af dóti sem þarf að hafa inn í þessu verkefni.. Þetta er bara ein heljarins rannsókn!

En nú er helgin alveg að verða búin, mamma kemur heim á morgun, jeijj! 

Horfði á Regel nr.1, sem er alveg frábær dönsk mynd, á föstudag.. Leiddist ekkert lítið sko, ein heima og svoleiðis..

Svo ákváðum við vinirnir að fara suður í gær í bíó á 'Superhero movie'.. ágætis mynd bara, okkur fannst heldur fúlt hvernig Trailerinn er miðað við myndina sjálfa, hefði mátt koma úr fleiri sketsar úr öðrum 'superhero' myndum. Það var mikið gert grín af Spiderman..  

En svo fer maður bara á fullt með að klára lokaverkefni í þessum mánuði.. þarf að klára margt...

Svo verður maður að gera eitthvað, árshátíð á næsta leiti..

Vi ses hej hej!

Magga 


Jæja já..

Já nú er helgin alveg að vera búin.. Skil á verkefni á miðvikudag og ég er ekkert byrjuð..CryingSjæse man!
Veit ekkert hvað ég á að gera.. hvernig ég á  að gera þetta verkefni..  Usssss, ég er orðin svo pirruð á þessu verkefni að ég er að fá sko..Arrrh!

En annars er helgin búin að vera skemmtileg... Ákvað að fara að djamma á föstudag og gerði það:) Ég, Óli, Rasmus og Adam sátum hér heima og vorum að drekka bjór og spjalla:) svo ákváðum við að fara á Vinakaffi sem að var fínt, fullt af fólki... Svo fór maður bara heim og sumir orðnir soldið drukknir og ældu, haha! Svo fór maður ekkert að sofa fyrr en um 6 leytið af því að maður var að spjalla svo mikið:) Það var gott að fá að tala, þar sem að það eru ekki margir sem að maður getur talað við.. á þennan hátt.. Svo mætti maður bara í vinnu kl. 9, ekki búin að sofa skít! 

En svo var líka djamm í gær með vinnunni:) Og gvöööð minn góður við hlógum svooooooo mikið! Ég vissi stundum ekki hvert ég ætlaði! Það var s.s. Idol keppni Hagkaupa og við mættum náttlega og ég söng:) og Linda líka.. og hún vann.. djöfull var það flott:) svo hlógum við enn meira.. SVo fórum við bara upp í Borgarnes og fórum á Vinakaffi og ég fór eftir tíu mínútur og fór heim að sofa:) Var orðin frekar mikið þreytt:)

En nóg í bili

Vi ses

Magga 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband