Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Helgin!

Já, síðasta helgi var mjööög áhugaverð! Það stefndi allt í þriggja daga fyllerí en endaði bara í tveggja daga vegna mikillar þreytu eftir föstudagskveldið!
Það stefndi allt í það á fimmtudeginu að það yrði bara rólegt kvöld, en endaði ekkert fyrr en snemma morguninn eftir! Wink Ólöf hringdi í mig og sagði að við værum á leið á Konukvöld á Hvanneyri! Flott það, fengum fyrirlestur um "hana" þarna niðri, og svo kom Sigga Lund og var að kynna fyrir okkur nýjustu hjálpartækin! Margt áhugavert við það. Svo var karlpeningnum hleypt inn á barin og ég held að ég hafi sjaldan séð jafnmarga karlmenn að dansa þetta kvöld Smile En svo endaði meirihlutin af barnum í einhverju partýi á Hvanneyri og vorum við ekki komin heim fyrr en kannski upp úr fjögur! Mjög skemmtilegt kvöld Wink

En aðalpartý ársins var á föstudagskvöldinu! Þorrablót Borghreppinga! Hef sjaldan skemmt mér jafnmikið eina kvöldstund! En við Ferjubakkaliðið mættum bara snemma á blótið miðað við aðra, vorum komin inn í hús um átta og svo byrjaði borðhald klukkan níu! Svo tók Keli í Koti árspistilinn, sem var mjög fyndinn! Fjallaði aðallega um nautið hennar OlluTounge Svo fengum við skemmtiatriði þar sem að það komu tveir nemendur frá Evu Karen að dansa! Svo byrjaði ballið! Hljómsveit hússins var við völd og ég sver það ég dansaði af mér rassgatið! Allt í góðu það, enda með mjög góðan dansfélaga! Cool Svo endaði ballið um hálf fjögur og þá var áætlun um að fara í partý en endaði heima.

Daginn eftir var svo farið í hópebblizferð! Hún var sko AWSOME! Ekkert smá skemmtilegt, bjórin, pizzan, leikirnir, allt! En samt ekkert skemmtilegt að vera léttasta manneskjan í hópnum! Wink En ferðin endaði svo upp í sófa, þar sem að ég steinsofnaði áður en að landsleikurinn byrjaði! Fúlt! En við unnum þó danina! LoL HAHAHAHA! JESS!!

 

 


Nýtt ár!

Það er komið 2010! Wink

Mörg markmið á þessu ári!

Klára skólann!

Upplifa nýja hluti 

Rækta vinina og fjölskylduna og margt fleira í þessum dúr Smile

En ekki mikið sem að gerðist síðan síðast, nóg djamm allavega, ég ætlaði að taka þrefalt djamm á þetta, en meikaði það ekki, fór eins og vanalega á Jólaballið upp í Logalandi og stóð það alveg undir nafni. Svo var ballið um áramótin, fjúff..! Ræðum það ekkert meira!

En ég átti mjög góð jól og áramót og ég þakka fyrir liðið ár! Smile

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband