Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

55 dagar :D

Vúp vúp! 55 dagar í heimför :) Er strax farin að hlakka til og tel niður dagana villt og galið! Mér hlakkar til að hitta fjölskylduna og knúsa þau eftir 4 og hálfs mánaðar aðskilnað, fyrir utan Óli, þar sem að hann kom í heimsókn :) Ég hlakka líka voða mikið til að knúsa vinkonur mínar, þessi aðskilnaður hefur verið frekar erfiður.. Voða lítið sem að maður hefur getað talað við þær öðruvísi en í gegnum Skype :/ En það verður bætt úr því þegar ég kem heim :) Svo hlakkar mér voða mikið til að geta stússast aftur með björgunarsveitinni.. sá aðskilnaður hefur ekki heldur verið auðveldur, þar sem að ég hef alltaf sagt að ég sé gift björgunarsveitinni og verð það sennilega að eilífu :) Ekki leiðinlegt hjónaband það ;)

En hvað um það, þá hefur lítið sem ekkert á daga mína drifið... Búin að vera meira og minna heima, afterårsferie var í síðustu viku, þannig að ég fékk einn dag extra í frí :D Ekki amalegt, nú þessi vika hefur verið köld og nú er farið að rigna :/ Tók mér smá labb núna rétt áðan, rigninginn minnti mig helst á þegar ég fór Laugarveginn hér um árið... Fojj.. :/

Í næstu viku fer ég hins vegar til Þýskalands, fer á fimmtudag :) Jeijj :D En versta við það er að þurfa að keyra þangað.. En það verður í lagi, er farin að hlakka til :D En hlakka enn þá meira til að koma heim :D :D

MaX


9. vikur! :D

Vúp vúp! Það eru aðeins rúmar 9 vikur í að ég komi heim á Íslandið góða :) Hlakka svo mikið til! Verð komin heim þann 23 des! Ég veit að þetta er á Þorlák, en ég kem þó heim fyrir jól :P Awsome, svo nú fer í hönd skipulagning á því hvernig ég á eiginlega að koma öllu þessu dóti heim, hjálp við skipulagningu á Íslandsferð Skjölstrup fjölskyldunar næsta sumar og margt fleira...
Ætla að klára að kaupa allar jólagjafir áður en ég kem heim.. :) Er allavega búin að kaupa jólagjöfina hans pabba, handa Jóni og þá á ég eftir, Mömmu, Kidda, Óla, Ólöfu og Toggu! Fleiri gjafir gef ég ekki.. jú og mögulega Ingibjörtu! :)
En ég er farin að hlakka svo mikið til að fara heim! :)
Veit allavega á næstu vikum er ég að fara í 90 ára afmæli, ferð til Þýskalands og margt fleira :)

Brosi bara út að eyrum :D 

MaX


10 vikur!

Jæja, tíminn líður hratt... ég er búin að vera hér í tíu vikur! :P

Ólöf var hjá mér 4-10 okt og fyrir mína parta hefði ég ekki viljað að hún færi heim.. :/ Það var ótrúlega erfitt að kveðja hana á lestarstöðinni... mér langaði helst til að hoppa upp í lestina með henni og fljúga heim! Sakna allra heima svo mikið... en mikið verður maður fegin þegar maður kemur heim... :) Vikan hjá mér og Ólöfu var æðisleg.. það var mikið labbað um, verslað af hennar hálfu og talað saman.. ! Gott að getað talað við hana feis tú feis í staðin fyrir Skype! :P

En allavegea hefur lítið verið um að vera.. bara það sama og venjulega... hef samt farið niður í bæ til að labba aðeins og er búin að föndra fullt síðustu daga, þar sem að ég hef ekki mikið að gera á kvöldin, því miður :( En það fer að síga á seinni hlutan hjá manni og maður hugsar þannig að maður verur komin heim áður en maður veit af.. :)

 MaX


2 mánuðir!

Ji, hvað tíminn er fljótur að líða! Er búin að vera hér í átta vikur! :P Það er svolítið spúkí að vita ekki hvað tímanum líður!

En á morgun kemur eiginkonan mín! Ég hlakka svo óstjórnlega til!!! Hef ekki séð hana í átta vikur.. sem er svolítið skrítið fyrir okkur að vera! Við sem að töluðumst sama oft á dag og hittumst allavega einu sinni á dag og á morgun er tveggja mánaða bið LOKIÐ! Veeeiii! Get ekki annað en hlakkað til morgundagsins! :D

Var að koma inn úr dyrunum... Fórum út að borð á Bones, vegna þess að það eru 6 ár í dag síðan Jette og Bent ættleiddu Magnus og hann kom til þeirra... Sem er æðislegt! Borðaði líka alveg þvílíkt mikið!

En annars er vikan búin að líða hratt, sem betur fer... fór til tannlæknis á föstudaginn þar sem að ég leit út eins og fílamaðurinn... :/ En það er allt að skána núna... Er allavega ekki jafnbólgin og ég var á föstudagsmorgun! :P

En get varla beðið eftir morgundeginum! :D:D Hlakka svo til að sjá hana Ólöfu mína :D

MaX


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband