Erfitt! :(

Þegar ég ákvað að fara til Danmerkur vissi ég að það yrði erfitt að vera ein í öðru landi, án vina og fjölskyldu. Þá sérstaklega, þar sem að maður er með feisbúkk, því alltaf er verið að senda manni póst um hitt og þetta sem er á döfinni með fjölskyldunni eða það sem vinir manns eru að fara.

Um daginn fékk ég póst frá meirahluta móðurfjölskydunnar að þau ætli að hittast einn laugardag og skera út laufabrauð, maður fékk smá sting í hjartað, en allt í lagi, ætli þetta verði ekki gert líka á næsta ári? Jú sennilega, en svo þegar maður fær boð í afmæli hjá afa sínum er enn erfiðara og það stórafmæli. En svo þegar er verið að senda manni póst um hvað eigi að gefa karlinum og maður getur ekki verið með af augljósum ástæðum, ég er í öðru landi! Ég vissi allan tímann að það yrði erfitt að missa af þessu, en ekki svona erfitt, því að þetta stórafmæli kemur ekki á næsta ári :( Enda situr maður hálfklökkur við tölvuna að skrifa um þetta. En þó svo að maður komist ekki, getur maður vonandi bætt þetta upp með því að safna pennum fyrir afa á meðan maður er hér. Enda ekki langt þar til að maður kemur heim. 

Ég er svo innilega að vona að tíminn verði fljótur að líða núna næstu vikurnar, því ég get eiginlega ekki beðið eftir að komast heim og knúsa alla! Þá er annað tækifæri til að hitta alla stórföðurfjölskylduna þegar skötuveislan verður á Þorláksmessu, sem ég vona að verði :)
En nú í dag eru 34 dagar þar til ég kem heim og á morgun 33, en þó svo maður sakni þess að vera ekki heima, þá verður maður bara að taka því eins og er, kingja kökkninum í hálsinum og brosa, því að það er ekki mikið eftir hér í Danmörku :)

Ég ætla að hafa þetta gott í bili :)

MaX


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband