Erfiður Dagur!! Rolludagur í dag!
16.9.2007 | 07:59
Já, ég get ekki sagt að dagurinn í gær hafi verið auðveldur fyrir taugarnar. Vaknaði um nóttina og heyrði að Óli Maggi væri að hósta og sona. Svo vaknaði ég og skutlaði Hansa og kom svo heim.
Um hádegi fórum við með Óla niður á læknamiðstöð og þá vorum við send upp á Spítala... Jáff.. Svo var beðið og það var sett nál, honum gefið næring eða eitthvað. Svo var honum gefin sýklalyf og verkjatöflur. Þá kemue í ljós að hann er með einhverja sýkingu í blóðinu og læknirinn heyrði eitthvað í lungunum á honum, hann er með eitthvað í hálsinum, mig minnir að það sé sýking... Þetta er eitthvað skrýtið! Þannig að Lilli litli var úti á spítala í nótt!!
Jájá, en hvað um það... Rolludagur í dag og á morgun!! Ví, hlakka mega til! Ætla að fara upp á fjall á eftir og taka myndir fyrir pabba!
Svo skemmtilegt!!!
Þetta er úr réttunum í hittifyrra! Pabbi þarna og allt!
Já ég held að hann pabbi minn IÐI núna af því að hann komst ekki í leitir! Ég þarf svo að fara upp á fjall á eftir og "documenta" það allt! Taka myndir af köllunum!
En ég ætla að fara að leggja mig!
Magga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.