Akureyri:D
10.12.2007 | 20:34
Vávává... ég ætla að koma með hálf ýtarlega færslu um Akureyrarferðina sem var ÆÐI!!!!! Ég brotnaði EKKI!! Til allrar hamingju.. En annars þá lögðum við af stað frá Borgó kl 15:30 á föstudag og keyrðum sem leið lá til Akureyrar og reyndum að vera komin á tíma.. en eins og var þá þurftum við að sækja tvo aukalega... Það voru þau Nannette og Martin Svo kom Kata líka með, ohh, það var svoooo gaman að hitta hana:) Takk elskan:) En eins og ég segi, þá var tekin sumarbústaður og alles..
Þegar við komum í bústaðin þá var fengið sér bjór, Martin og Hansi elduðu fyrir okkur.. en ég smakkaði það nú reyndar ekki en ég er viss um að það hafi verið gott. En svo var dansað og það var farið í pottin og það var drukkið og farið í drykkjuleik og margt fleira.. Frá pottinum man ég ekki meira það kvöldið..
Svo var vaknað eldsnemma, eða aðrir gerðu það.. Svo fóru þau á skíði og bretti, en ég og Kata ákváðum að sofa aðeins lengur.. En svo var hringt upp úr eitt og þá var okkur tilkynnt það að Nannette hafi handleggsbrotnað:( Æjj, ekki nógu gott:( en ég og Kata fórum þá niður á Akureyri og við fengum okkur að borða með strákunum og fórum svo uppí fjall og ég prófaði bretti:S Gvööööð þetta var það fyndnasta í heimi fannst mér.. mér leið eins og asna! En svo um 17 var farið að fara úr fjallinu, ákváðu Rasmus, Hans og Martin að skíða bara niður fjallið.. ekkert mál, það tók hálftíma að skíða niður. Svo fórum við að sækja Nannette á spítalann.. Þá hafði hún brotið stóru pípuna í hendinni á sér í bita.. Ekki gott, en hún losnar úr gifsi eftir 5 vikur.. Jæja, það var svo farið heim og pizzur hitaðar og haft rólegt..
Svo var vaknað um 8 leytið og farið að gera sig reddí til að fara heim og fara á bretti.
Ég fór á bretti, þarf bara að kaupa mér eitt stykki svo að maður verði bara betri:)
En ég skemmti mér bara konunglega, það gerðu það allir. Okkur langði öllum eillega bara að fara að búa á Akureyri:)
Set myndir inn seinna:)
Magga brettakjélling:)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.