Jólin komin og Hansi farin:(
25.12.2007 | 00:26
Já, ömurlegasti dagur ársins var í gær, á Þorláksmessu, þar sem maður á að vera hamingjusamur og ánægður yfir því að jólin séu að koma.. En hann var alls ekki svoleiðis hjá mér í gær. Ég bara grét og grét! Gat ekki hætt. Hansi minn fór í gær og ég er strax farin að sakna hans. Langar svo til þess að hann væri hjá mér. En það er víst ekki hægt. En þannig er það! Ég sakna þess að geta ekki kysst hann fyrir jólagjöfina:( En annars þá fékk ég skrifborðsstól í jólagjöf frá Hansa, ég var ekkert smá ánægð þar sem að mér vantaði einn. Svo fékk ég Ísvél frá Kiddi bró og Óla, Kjól, belti og peysu yfir axlirnar frá ma & pa og svo fékk ég veski frá Lissý og Alla og svo frá Ingibjörtu og bumbubúa körfu frá Body shop og body butter! Mmmm! *dæs*
æjj ég nenni ekki að vera að tjá mig í því hvað ég sakna Hansa mikið en það er alveg óendanlegt skal ég segja ykkur!
En ég ætla að drekkja mér í Grey!
Magga
Myndin tekin í gær áður en við fórum!:) Ohh Ástin mín:*:*:*
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.