Árið:P

Janúar

Árið byrjaði ágætlega. Mér þótti ekkert gaman þegar að nýja árið gekk í garð! Enginn til að vera mað vegna þess að maður var á Hvanneyri:P En svo byrjaði árið skemmtilega! Ég kynntist BESTA strák í heimi!! Hann er dani þannig.. heitir Hans:* Við byrjuðum saman og erum það ennJ Elska hann sko meira en alltJ Svo var maður bara að byrja í leikriti líka þannig að allur manns tími fór í Hansa og leikritiðJ 

Febrúar

Áfram héldu æfingar á leikritinu Sex í Sveit og var áætluð frumsýning í MarsJ Ekkert man ég meira úr þessum mánuði. Hann snérist bara um leikritið og Hans! 

Mars

Frumsýning á Sex í Sveit var 9 mars og heppnaðist leiktritið svona asskoti vel! Hef allavega ekki hlegið jafn mikið í 3 mánuði og þá, alltaf sami brandarinn fyndinn sko! Fór í fyrsta skipti í mörg ár á hestbak sama morgun og frumsýninginn var, lét sko teyma undir mér þá!J  

Apríl

Fór ein á hestbak í fyrsta skipti í mörg ár! Eiginlega bara síðan að ég datt og handleggsbrotnaðiJ
Man eiginlega ekkert meira í þessum mánuði
 

Mai

Man eiginlega ekkert úr þessum mánuði annað en það að ég fann mér aðra vinnu! 

Júní

Óli fékk bílprófið:P 

Júlí

Man voðalega lítið hér líka... Rakel frænka fermdist og Laura litla systir Hansa kom í heimsókn og var það fyrsti fjölskyldumeðlimurinn sem ég hitti af hans familíuJ Svo kom líka fjölskyldumeðlimur í ArabíuættinaJ og var stúlka þar á ferð og var hún skírð Rebekka Gabríela Kristrún Jóhannsdóttir KoltrömJ  

Ágúst

Ég varð 20 ára, pabbi flutti til DK! Hansi fór á HM í hestum. Afmælisdagurinn var ekkert spes, en ég á svo yndislegan kærasta að hann stoppaði á leiðinni upp í Eskiholt og týndi handa mér blóm:* Og ég á þau ennþá! Fór svo í gönguferð 17-26, en ég þurfti að fara fyrr heim. Af því að ég var ekki sterakrem, þar sem að ég fékk þetta þvílíka ofnæmi aftur! Hætti að reykja í gönguferðinni!!  

Sept

Leitirnar voru hér og missti pabbi af þeim enda var hann að klébrast í DK! Man líka eitthvað voða takmarkað héðanJ 

Okt

Pabbi kom heim yfir helgi, við fluttum af HvanneyriL Ég og Hansi minn fórum til Danmerkur og þar hitti ég afgangin af fjölskyldunni. Þau Lisbeth, Peter, Marie og ömmurnar tværJ Yndisleg alveg, langaði sko ekkert til að koma heim aftur. Mér leið alltof vel þarna úti! Keyrðum um sveitir Danmerkur þess á milli sem að við vorum í Vestre-Skernige og OdenseJ 

Nóv

Svo minnir mig að í nóvember hafi ég farið á árshátið hjá Hagkaupum, man það voðalega lítið. 

Des

Já þessi síðasti mánuður ársins er búin að vera frekar skrítin:S Maður er bara búin að vera eitthvað skrítinL Fórum í skíðaferð norður á Akureyri:) snilldarferð það! Skemmti mér svoooo vel!

En Hansi fór heim á Þorlák og fékk ég skrifaborðsstól frá honum í jólagjöf og ég gaf honum myndavélJ Svo er bara alveg að koma nýtt ár! Gleðilegt ár! Árið er búið að vera frábært, er svo ástfangin, sakna hans rosalega mikiðJ En það fer að styttast ég er að fara í heimsókn til hans!! Ég hlakka svo til.. aðeins 19 dagar!!! 

Magga

Ýmislegt37 134


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband