Sígaunabaróninn!

Já ég og hún móðir mín skelltum okkar á Sígaunabaróninn sem er sýnt í gamla mjólkursamlaginu hér í Nesinu! Sígaunabaróninn er gamanópera í sýningu hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

Þetta var frábært að horfa á! Söngurinn var dáleiðandi, gjörsamlega. Mjög vel leikið og síðast en ekki sýst MJÖG fyndið! Ég, mamma og einhverjir fleiri hér úr héraðinu sátum efst.. og hlógum mest! Ég hló hæst eins og vanalega, ég réð bara ekki við mig. Þetta var svo fyndið! Það er svo mikill humor í leikritinu!
Það eina sem ég hef út á að setja.. Það er frekar óþægilegt að sjá bílana þjóta framhjá, hefði mátt vera eitthvað fyrir gluggunum! En það setti ekki mikið á leikritið... 

En annars þá var ég bara að koma heim úr vinnunni! Fjúff hvað ég er þreytt.. fór samt að sofa kl. 1 í nótt! En ekkert er planað í bili, þannig ég er opin fyrir hugmyndum!

Maggzz! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband