Fyrirsögn..

Jæja, sælir allir lesendur!
Þetta er allt saman búið að líða mjög hratt..´

Skólin nýbúin og haldið þið ekki að hún Margrét Hildur hafi ekki náð öllu!!!!! LoL Fékk 3 sjöur, 1 áttu og 1 níu!! Ekkert smá ánægð! Semsagt 18 einingar búnar á þessarri önn og svo taka við 22 einingar á næstu önn! Fer í bókfærslu, félagsfræði, íslensku, íþróttir, dans, spænsku, stærðfræði og upplýsingatækni.. vá átta áfangar á næstu önn, ég s.s. verð bara í skólanum á næstu önn, enn þá meira til að gera gott úr!

En allavega, mamma fór út á föstudag til pabba, vá það er bara vika þar til að maður hittir hann, er ekki búin að sjá hann síðan í mai! Ekkert lítið! En svo verður maður bara í Dk í næstum 2 vikur.. og fer svo beint á Landsmótið á Hellu!

En svo var hann afi minn sendur út á spítala á föstudag, var farin að safna vatni í lungun og komin bilun í hjarta, við vonum og biðjum að honum batni, en honum er farið að skána...

Héldum upp á afmælið hans Óla á föstudag, kallinn bara orðin 18 ára, má loksins löglega kaupa sé sígó! Haha! En þetta var allt saman mjög gaman, grilluðum upp úr 23, sötruðum bjór og skemmtum okkur...
Nannett var í heimsókn, hún var að skila mömmu sinni á flugvöllinFrown En við skemmtum okkur mjög vel.. ég talaði víst dönsku allt kvöldið, fékk loksins að tala við einhvern sem er ekki með tippi! Hehe! "ÚT!! þetta er stelpumál!" Ég og Nannett hlógum svo mikið!

En elskurnar ég ætla að fara, er hætt að sjá á skjáinn!:)

Maggzz:*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband