Ofnæmi...
10.9.2008 | 20:15
Jæja, ekki margt sem að á daga manns hefur drifið annað en vinna og skóli..
Jú svo í dag, fórum við móðir mín til höfuðborgarinnar. Var ferðinni heitið til læknis.. Eins og kannski flestir vita þá finnst mér ekkert gaman að fara til læknis! Þar sem að ég er búin að fara 3svar til læknis hér í bæ og alltaf fengið sama.. Hef ekki verið sátt hingað til með heimsóknirnar til læknanna!
En ég fór nú í dag suður til húðsjúkdómalæknis. Sem er ekki frásögufærandi nema það að mér er tilkynnt það að bólurnar sem að ég fæ á hendurnar eru vegna hitabreytinga, en allur kláðin sem ég er búin að vera með í munninum, nefinu og svoleiðis er vegna þess að ég er sennilega með ofnæmi fyrir hrossum! Eða einhverju sem að tengist því.. Það er ekki hægt að gera ofnæmispróf strax vegna þess að það er eitthvað með húðina á mér sem að blablablabla! Ég þarf s.s. að taka ofnæmistöflur og ef að þær virka ekki þá þarf ég að fara í þetta próf...
En nóg með það:)
Ég ætla að fara eitthvað, eða gera eitthvað:P
Maggz
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.