Komin heim!

Já, nú er maður bara komin heim á Íslandið góða!Cool En hefði samt viljað vera aðeins lengur úti, bara til að slappa af meira, þó að maður hafi eiginlega ekki gera annað en að sofa og læraSmile En ferðin heim gekk bara rosavel, engar seinkanir eða neitt.. flugið var meira að segja aðeins á undan, alveg um heila 20 mínúturCoolVar vöknuð kl. 05:00 að íslenskum tíma (06 að dönsku) lagði þá af stað í strætó niður á lestarstöð kl. hálf 7 að dönskumTounge Sæll!Pinch En var komin niður á lestarstöð kl. 07 og beið með pabba þangað til að lestin komWink En svo kom að því að þurfa að kveðja hann pabba og það var ekkert smá erfitt, en það er alltaf erfittCrying Fór næstum því að gráta þegar ég kvaddi pabba og sá hann labba upp stiganCrying En svo tók við rúmlega 2 tíma lestarferð á Kastrup. Þangað var ég komin um tuttugu mínútur í 10 og innritun byrjaði 16 mín yfir 10.. það er óþolandi að bíða þangað til að innritun hefstSick En annars þegar ég var komin upp þá leið tíminn eins og ekkert væri, allt í einu var klukkan að verða korter í 12 og ég átti að fara inn að hliði.. en það er gott þegar að tíminn líður á flugvellinum. En var komin heim 14:15 held og mætti mömmu og Rönku úti þegar ég var að athuga hvort að þær væru ekki komnar og viti menn, þær voru að stíga út úr bílnum..

En það var bara æði að vera hjá pabba, slappaði af eins og ég veit ekki hvað og gerði sáralítið meira, en að fara til Holstbro á síðasta föstudag og vera hjá minni yndislegu NanettSmile

Hef þetta gott í bili, er farin að læra í náttúrufræðiShocking

102408162510 102408162356

 

 

 

 

 

 

 

 

Maggz 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Það er nú gott að þetta var góð ferð.   Er ekki bara fínt að fara aðeins og slappa af????

Kyss og knús,   

Stína frænka







Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 31.10.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Margrét Hildur Pétursdóttir

Jújú, það var mjög gott:) Yndislegt:P

Margrét Hildur Pétursdóttir, 3.11.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband