Á maður að blogga?

Já, snemma morguns og ég er eiginlega ekki að nenna að vera í tíma..
Það sem að er búið að vera að gerast er..
    *Skóli og endalaus skóli..
    *Vinna og vinna...
    *Tók óvænt upp á því með stúlkunum að skreppa suður í Rvk á föstudag:) Það var æði.. enduðum á             Hressó
    *Fór á árshátíð Hagkaupa á laugardag og skemmti mér bara ótrúlega vel..
    *Slappaði svo af í gær.. sem var bara næs..

En það sem er framundan

Skil á ritgerðum, vinna, skátar, síðasta passið í kvöld:( og svo það sem að kemur upp á meðan:)

Magga 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Bíttu á jaxlinn stelpa, þessu er lokið fyrr en þig grunar.  Þú getur þetta og skalt klára.  Þá hefurðu meira val framundan, farið í háskóla og lært hvað sem þig langar og það er skemmtilegra en framhaldsskólanám, trúðu mér.

Kveðja,
Stína frænka.

E.s. þú stendur þig vel.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 10.11.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Margrét Hildur Pétursdóttir

Jájá, þetta kemur allt, þarf bara að búa til tíma til að geta klárað allt..

Já ég bíð eftir að verða búin með skólan, þá get ég gert hvað sem að ég vil;) 

Margrét Hildur Pétursdóttir, 11.11.2008 kl. 16:12

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Við þurfum bara að vera duglegar og síðan er hægt að gera eitthvað skemmtilegt og ég lofa því að það verður ennþá skemmtilegra þegar maður hefur náð markiðum sínum.

Ég er að drukkna sjálf í mínu verkefni. Þarf að lesa 5 bækur og aukaefni og skrifa allavega 50bls. verkefni úr því öllu.

Það er ekki erfiðast að skrifa og lesa, heldur að fá frið til þess á svona stóru heimili og alltaf eitthvað um að vera.

Mig vantar að komast að heiman í eina til tvær vikur til að ljúka þessu öllu inni á bókasafni í KHÍ.

En það er ekki í boði sem stendur og því verð ég að nota aðstöðuna sem ég hef.

Svo gangi þér vel og mér líka í náminu okkar.

Kyssi, kyssi,

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 12.11.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband