Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Árið:P
31.12.2007 | 20:49
Janúar
Árið byrjaði ágætlega. Mér þótti ekkert gaman þegar að nýja árið gekk í garð! Enginn til að vera mað vegna þess að maður var á Hvanneyri:P En svo byrjaði árið skemmtilega! Ég kynntist BESTA strák í heimi!! Hann er dani þannig.. heitir Hans:* Við byrjuðum saman og erum það ennJ Elska hann sko meira en alltJ Svo var maður bara að byrja í leikriti líka þannig að allur manns tími fór í Hansa og leikritiðJFebrúar
Áfram héldu æfingar á leikritinu Sex í Sveit og var áætluð frumsýning í MarsJ Ekkert man ég meira úr þessum mánuði. Hann snérist bara um leikritið og Hans!Mars
Frumsýning á Sex í Sveit var 9 mars og heppnaðist leiktritið svona asskoti vel! Hef allavega ekki hlegið jafn mikið í 3 mánuði og þá, alltaf sami brandarinn fyndinn sko! Fór í fyrsta skipti í mörg ár á hestbak sama morgun og frumsýninginn var, lét sko teyma undir mér þá!JApríl
Fór ein á hestbak í fyrsta skipti í mörg ár! Eiginlega bara síðan að ég datt og handleggsbrotnaðiJMan eiginlega ekkert meira í þessum mánuði
Mai
Man eiginlega ekkert úr þessum mánuði annað en það að ég fann mér aðra vinnu!Júní
Óli fékk bílprófið:PJúlí
Man voðalega lítið hér líka... Rakel frænka fermdist og Laura litla systir Hansa kom í heimsókn og var það fyrsti fjölskyldumeðlimurinn sem ég hitti af hans familíuJ Svo kom líka fjölskyldumeðlimur í ArabíuættinaJ og var stúlka þar á ferð og var hún skírð Rebekka Gabríela Kristrún Jóhannsdóttir KoltrömJÁgúst
Ég varð 20 ára, pabbi flutti til DK! Hansi fór á HM í hestum. Afmælisdagurinn var ekkert spes, en ég á svo yndislegan kærasta að hann stoppaði á leiðinni upp í Eskiholt og týndi handa mér blóm:* Og ég á þau ennþá! Fór svo í gönguferð 17-26, en ég þurfti að fara fyrr heim. Af því að ég var ekki sterakrem, þar sem að ég fékk þetta þvílíka ofnæmi aftur! Hætti að reykja í gönguferðinni!!Sept
Leitirnar voru hér og missti pabbi af þeim enda var hann að klébrast í DK! Man líka eitthvað voða takmarkað héðanJOkt
Pabbi kom heim yfir helgi, við fluttum af HvanneyriL Ég og Hansi minn fórum til Danmerkur og þar hitti ég afgangin af fjölskyldunni. Þau Lisbeth, Peter, Marie og ömmurnar tværJ Yndisleg alveg, langaði sko ekkert til að koma heim aftur. Mér leið alltof vel þarna úti! Keyrðum um sveitir Danmerkur þess á milli sem að við vorum í Vestre-Skernige og OdenseJNóv
Svo minnir mig að í nóvember hafi ég farið á árshátið hjá Hagkaupum, man það voðalega lítið.Des
Já þessi síðasti mánuður ársins er búin að vera frekar skrítin:S Maður er bara búin að vera eitthvað skrítinL Fórum í skíðaferð norður á Akureyri:) snilldarferð það! Skemmti mér svoooo vel!
En Hansi fór heim á Þorlák og fékk ég skrifaborðsstól frá honum í jólagjöf og ég gaf honum myndavélJ Svo er bara alveg að koma nýtt ár! Gleðilegt ár! Árið er búið að vera frábært, er svo ástfangin, sakna hans rosalega mikiðJ En það fer að styttast ég er að fara í heimsókn til hans!! Ég hlakka svo til.. aðeins 19 dagar!!!Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Djös VEÐUR!!
30.12.2007 | 21:50
Jájá, þessu veðri ætlar ekkert að fara að slota, þó svo að það hafi lægt síðan áðan:) En maður var eiginlega bara hræddur í dag:P Hefði nú samt verið til í að fara í útkall í dag en komst ekki:(
En annars frábærar fréttir:P Ég sé Hansa minn eftir 20 daga:P Búin að panta far og alles og þó að sumir fjölskyldumeðlimir séu ekki sáttir!! Og ég ekki sátt út í þá að þeir skulu ekki bara styðja mig í því að meður sé að fara í staðin fyrir að nöldra í manni!! Halló við erum búin að vera saman í ár þá helgi sem að ég fer út og mér langar til að hitta Hansa minn og það er enginn sem að stoppar mig; vegna þess að ég er LJÓN!!!!
En annars langar mig bara að segja að ég er að farast úr spenningi! Sko ég get ekki beðið! Sakna hans svo hryllilega mikið að það hálfa væri sko meira en nóg!
En annars þá er bara að koma nýtt ár og sona:) Maður býður bara eftir því að komi nýtt ár, þar sem að þetta ár er búið að vera þvílíkt fljótt að líða!
En svona er það bara:)
En ég er farin að klára að breyta herberginu mínu:P
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gúðan dag
27.12.2007 | 17:57
Jájá, var bara að klára að vinna núna og er eiginlega að bíða eftir að geta talað við Hansa minn Vá það er ekki hægt að vera meira ástfanginn held ég... En allavega þá er maður búin að lifa vellistingum síðustu daga, maður er bara búin að éta og sofa og horfa á sjónvarp!! Heyrði í DK líka er reyndar búin að gera það alveg síðan hann fór, en hann er búin að sofa og sofa, en á greyið það alveg skilið. Hann fékk nú ekki alltaf að sofa mikið. Fyrir utan 2 skipti, þar sem hann var veikur og svo þunnur. En það er allavega allt gott að frétta úr DK líka, Hansi fékk fullt í jólagjöf, hann fékk gjafabréf upp á hnakk og beisli og eitthvað meira af hestadóti..
En ég hreinlega get ekki beðið eftir því að hitta hann í janúar! Ætla að fara út 18 jan eða 25 jan, það fer alveg að koma í ljós, mér er sama þó að ég sé nýbyrjuð í skólanum... Við eigum 1 árs afmæli 20 jan og ég ætla mér að fara þá helgi, ef ekki þá hina! Ég ÆTLA mér að FARA þá!!! Ekkert sem að stoppar mig! Ég sakna hans SVOOOOO mikið að ég verð að fara þá! Þetta eru ekki nema 3 vikur...
En allavega ég nenni ekki að vera að blogga meira..
Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólin komin og Hansi farin:(
25.12.2007 | 00:26
Já, ömurlegasti dagur ársins var í gær, á Þorláksmessu, þar sem maður á að vera hamingjusamur og ánægður yfir því að jólin séu að koma.. En hann var alls ekki svoleiðis hjá mér í gær. Ég bara grét og grét! Gat ekki hætt. Hansi minn fór í gær og ég er strax farin að sakna hans. Langar svo til þess að hann væri hjá mér. En það er víst ekki hægt. En þannig er það! Ég sakna þess að geta ekki kysst hann fyrir jólagjöfina:( En annars þá fékk ég skrifborðsstól í jólagjöf frá Hansa, ég var ekkert smá ánægð þar sem að mér vantaði einn. Svo fékk ég Ísvél frá Kiddi bró og Óla, Kjól, belti og peysu yfir axlirnar frá ma & pa og svo fékk ég veski frá Lissý og Alla og svo frá Ingibjörtu og bumbubúa körfu frá Body shop og body butter! Mmmm! *dæs*
æjj ég nenni ekki að vera að tjá mig í því hvað ég sakna Hansa mikið en það er alveg óendanlegt skal ég segja ykkur!
En ég ætla að drekkja mér í Grey!
Magga
Myndin tekin í gær áður en við fórum!:) Ohh Ástin mín:*:*:*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Akureyri:D
10.12.2007 | 20:34
Vávává... ég ætla að koma með hálf ýtarlega færslu um Akureyrarferðina sem var ÆÐI!!!!! Ég brotnaði EKKI!! Til allrar hamingju.. En annars þá lögðum við af stað frá Borgó kl 15:30 á föstudag og keyrðum sem leið lá til Akureyrar og reyndum að vera komin á tíma.. en eins og var þá þurftum við að sækja tvo aukalega... Það voru þau Nannette og Martin Svo kom Kata líka með, ohh, það var svoooo gaman að hitta hana:) Takk elskan:) En eins og ég segi, þá var tekin sumarbústaður og alles..
Þegar við komum í bústaðin þá var fengið sér bjór, Martin og Hansi elduðu fyrir okkur.. en ég smakkaði það nú reyndar ekki en ég er viss um að það hafi verið gott. En svo var dansað og það var farið í pottin og það var drukkið og farið í drykkjuleik og margt fleira.. Frá pottinum man ég ekki meira það kvöldið..
Svo var vaknað eldsnemma, eða aðrir gerðu það.. Svo fóru þau á skíði og bretti, en ég og Kata ákváðum að sofa aðeins lengur.. En svo var hringt upp úr eitt og þá var okkur tilkynnt það að Nannette hafi handleggsbrotnað:( Æjj, ekki nógu gott:( en ég og Kata fórum þá niður á Akureyri og við fengum okkur að borða með strákunum og fórum svo uppí fjall og ég prófaði bretti:S Gvööööð þetta var það fyndnasta í heimi fannst mér.. mér leið eins og asna! En svo um 17 var farið að fara úr fjallinu, ákváðu Rasmus, Hans og Martin að skíða bara niður fjallið.. ekkert mál, það tók hálftíma að skíða niður. Svo fórum við að sækja Nannette á spítalann.. Þá hafði hún brotið stóru pípuna í hendinni á sér í bita.. Ekki gott, en hún losnar úr gifsi eftir 5 vikur.. Jæja, það var svo farið heim og pizzur hitaðar og haft rólegt..
Svo var vaknað um 8 leytið og farið að gera sig reddí til að fara heim og fara á bretti.
Ég fór á bretti, þarf bara að kaupa mér eitt stykki svo að maður verði bara betri:)
En ég skemmti mér bara konunglega, það gerðu það allir. Okkur langði öllum eillega bara að fara að búa á Akureyri:)
Set myndir inn seinna:)
Magga brettakjélling:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23 dagar og 22 dagar!
1.12.2007 | 20:36
Ekki gaman það... allt í einu þarf maður að fara kaupa Jólagjafir... ég reddaði nú þremur í gær, sem er fínt, á bara eftir að kaupa handa honum Hansa mínum og Óla Magga. Ég bara hef ekki grænan hvað ég á að gefa Hansa..! Þetta er búið að veltast smá í hausnum á mér, en ekkert sem að kemur upp sem að ég er ákveðin með að gefa honum. Ekkert neitt smá ósátt skooo!
En eins og fyrirsögnin segir þá eru ekki nema 23 dagar til Jóla og 22 dagar þangað til að ég verð karllaus og einmanna á klakanum! Hann Hansi er að fara heim og kemur bara ekkert aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra mánuði! Þannig að maður verður bara með annan fótin í DK og hinn hér á landi.
En annars er það að frétta að ég er komin inn í Menntaskóla Borgarfjarðar Ekkert smá sátt við að sjá að ég hafi fengið inn! Það er sko gott... annars verð ég bara eftir áramót í skóla og vinnu og svo með annan fótin í Danmörku. Þetta verður bara spennó!
Annars er mér ekkert farin að hlakka til að hann fari. Það er eillega bara leiðinlegt. Langar ekkert til að hugsa um það þangað til kannski nokkrum dögum fyrir... En þá kannski verður það verra ef að maður hugsar það þannig.. þá verður kannski bara meiri grátur? Eða bara æjj, maður veit ekkert hvernig maður á að láta þegar svona er. Á maður bara að vera happí og jollí eða á maður að fara í algjert þunglyndi og éta bara Macintosh um jólin þannnig að maður verði geðveikt feitur?
En allavega mér leiðist svo mikið að ég er búin að skrifa risablogg... Þarf samt að fara kaupa eitthvað Íslenskt nammi svo maður geti sent til Marie-Éve með jólakorti:)
Mér langar samt eillega soldið mikið til að fara að detta í það.. Ég á bjór og annan fljótandi vökva, en það er bara enginn til að djamma með.. annað hvort er fólk ÓLÉTT (ekki illa meint), einhverstaðar hinu megin á landinu eða einfaldlega bara búin að djamma of mikið síðustu helgar að það er komið á snúruna!! En það verður þá bara að hafa það!
En ég er farin að horfa á eitthvað í þessu blessaða sjónvarpi..
Later!!
Maggz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)