Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

GLEÐILEG JÓL:)

Aðfangadagur var æðislegur:)
Boraði mjög góðan mat sem að var eldaður af pabba eins og vanalega:)

Fékk góðar gjafir:)
Síma, Ullarvesti, Hettupeysu, Victorias Secret ilmvatn og body lotion, vettlinga og köggla, sturtusápu og trefil held ég og allt var þetta mjög skemmtilegar gjafir og góðar:)

Svo var slappað af og farið í miðnæturmessu á Borg.

Í dag er maður ekkert búin að gera nema að éta og sofa og horfa á sjónvarp:) NÆS!

En Gleðileg Jól

Maggz


Jóla Jóla!

Jæja, það styttist í jólin og maður hefur ekki haft tíma til að hugsa um það.. þrír dagar í jólin og ég er ekki búin að öllu..

En ég er búin að kaupa flestar gjafirnar og á bara eftir að skrifa nokkur jólakort og pakka pínu inn og þá er það búið..:)

Já svo skreyta tréið og svoleiðis:)

En já ég er búin að vera að vinna eins og brjál.. 

En ég fór loksins í hesthúsið í dag:) Yndislegt alveg;) Komast og slappa aðeins af upp í sveit:)

En ég er farin að gera eitthvað, slappa af upp í sófa:)

Maggz


Váá:)

Ég er svoooooo spennt! Sæll! Pabbi kemur heim á morgun:D Veiii! Get ekki beðið eftir að sjá kallin:) Er ekki búin að sjá hann síðan 29 okt, þegar ég var sest uppí letina á Odense Bånegard...
En þá geta jólin farið að byrja fyrst að pabbi er að koma heim:) Hlakka svo til:)

En það er nóg að gera í skólanum og vinnunni! Jólatraffíkin er byrjuð í vinnunni og ég þarf að klára 2 ritgerðir helst í næstu viku.. Úff, þarf að skipuleggja mig betur! 

Jááá, svo eru Musi og Matti að koma á morgun líka og það verður bara gaman að fá þá í heimsókn.. svo verða hestarnir teknir inn.. þannig að maður getur átt sér líf yfir jólin:) Víííí!

En ég er í bókfærslu.. ætla að halda áfram:)

Síja

Maggz


4.desember

Jæja, þá er komin 4 des og styttist og styttist í jólin.. Manni finnst árið bara nýbyrjað.. Sæll!

En smá fréttir, var í fríi í skólanum á mánudag og þriðjudag og svo var ég að vinna á miðvikudag og í dag.. þannig að það er búið að vera nóg að gera.. Svo er útilega á morgun og fram á laugardag og svo er allt óplanað eftir það:)

En svo var mamma að tilkynna mér það áðan að pabbi kæmi heim á föstudaginn næsta:) JEIJJJ!

HLAKKA SVOOOO TIL!

Ekki meira í bili;)

Maggz 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband