Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Sól!

Jájá, það er ekki lítið heitt hér á bæ í Borgarfirðinum góða:) hugsa að það séu svona uppundir og kannski yfir 25 stiga hita.. Og mér langar ekkert til að vera úti, það er alltof heitt!

En annars er voðalega lítið búið að vera um að vera, litla frænka er búin að fá nafn og heitir hún því fallega nafni Lovísa Rós:)

Svo er maður bara að vinna, en ég er svona að hugsa um að fara að lúlla mér, er eitthvað voða þreytt!

Adíjós í hitanum á Íslandi!


Ohh happy day!

Vááááá!

Það er komin lítil frænka í heiminn... rúmir 16 merkur! Á sama afmælisdag og hún móðir mín:)
Til hamingju Kristjana og Aron og svo náttúrulega mamma líka með afmælið!:)

Dagurinn er eitt bros!


Mikið að gera?!

Já segjum það bara, er ekki búin að hafa neinn tíma til þess að setja inn færslu af því að það er búið að vera mikið um að vera...

En Danmörk var æði :) Skemmti mér svooooo vel og hafði það bara gott með familíunni:) Sem var yndislegt, gerðum svo mikið og sáum svo mikið.. Fórum í Egeskov, mæli með þeim stað, rosa fallegt og margt hægt að skoða, er á Fjóni:) Fórum í Legoland, sem var æði líka, fórum í allt og það ábyggilega þrisvar... Svo fórum við í heimsókn til fyrrverandi tengdaforeldra minna, æðislegt að hitta þau aftur, alltaf gaman að koma í sveitina til þeirra.. Fengum kirsuber hjá þeim, sem að við týndum sjálf af tréinu:) Fórum upp á Himmelbjerget.. Sem er fyndnast í heimi..

Pabbi: Hvar er Himmelbjerget...?
Við: Öhhh við stöndum á því..:)
Hahahahahahhaha..

Þetta verður bara endalaust fyndið.. !

En svo síðasta dagin var lagt mjög snemma af stað frá Odense, tekinn heill dagur í Köben.. og komið heim mjöööög seint!

En svo er fjögurra klukkustunda svefn, var ég vakin aftur og ég minnt á það að ég væri að fara á Landsmót! Veiiii! Lagði af stað með henni Kollu minni kl. ca. 14 þann daginn komið á Hellu og fundið sér tjaldstæði og sona, beðið eftir strákunum.. :) Hitti Hansa þá, geggjað næs að hitta hann aftur, það fyrsta sem hann gerði þegar hann steig úr bílnum var að knúsa mig:) Hehe.. En hékk með Óla, Hans, Kollu, Stine, Nanett, Rasmus, Martin, Bjarke, Noni og Nonna, Ragnhildi og miklu fleira fólki alla vikuna, þannig að þessi vika var æði, ætla aftur á næsta Landsmót..

En þá verður ekki sofið í tjaldi, heldur fellihýsi eða bara húsbíl... Þó að tjaldið okkar hafi staðið af sér veðrið á þriðjudeginum, brotið og hálflaskað, en þá er það strákunum að þakka, þeim Óla og Hans að það hafi staðið yfir höfuð, þeir nebbla bundu það við bílinn hennar Kollu! Haha!

En myndirnar mínar eru komnar inn á Facebook, eða partur af þeim, vantar enn að setja myndirnar af vélinni hans Kidda inná... En það kemur allt með tíð og tíma...

Ég er farin, eftir mjög skemmtilegar vikur... ætla að fara að sofa núna næstu vikur á skikkanlegum tímum.. ekki kl 9 á sunnudagsmorgnum! Hehe:)

Later

Maggz


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband