Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
Tomorrow! :)
20.12.2010 | 14:55
Jááá, það er bara komið að þessu næstum því :) Heim á morgun..
Hlakka svo til að hitta fólkið mitt þegar ég kem heim.. :) Get eiginlega bara ekki beðið. En ég er þó búin að eiga æðislegan tíma hér í Danmörkunni, þessir rúmu fimm mánuðir eru búnir að vera æðislegir. Búin að kynnast nýju fólki, kynnast öðruvísi djammi og hitta dönsku vini mína og margt annað. Þetta er æði.
Nú er bara að bíða eftir því að komast heim, ég er búin að pakka, búin að þrífa herbergið, á bara eftir að taka af rúminu, búin að ryksuga, þurrka af. Nú get ég með góðri samvisku farið heim til Íslands. Get bara ekki beðið eftir að sjá fjallið mitt. Já og jólaljós, það er eins og danir nenni ekki að setja upp jólaljós, ekkert skreytt í gluggum eða fyrir utan húsin, nema þá kannski ein skitin sería á runna. Þannig að það verður viðbrigði að koma heim í jóladýrð :) Hlakka svo til.. :D
En þetta verður loka danmerkur bloggið, hef sennilega skrifað mikið í hringi í þessarri færslu, en það er bara af því mér hlakkar svo til að fara heim :)
Kv. MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vika! :D
14.12.2010 | 09:42
Jájájájá! Á þriðjudaginn eftir viku, verður maður lentur á Íslandinu góða.. :) Get svo sannarlega sagt að mér hlakki þvílíkt til að koma heim! Enda ekki séð bróðurpartinn af fjölskyldunni í nærri fimm mánuði. Óli Maggi kom jú í heimsókn.. en samt, langt síðan :)
Nú fer maður sennilega að stressast upp, þar sem að ég á eftir að gera slatta áður en ég fer, ég þarf að klára að pakka, þvo föt, klára að vinna í jólagjöfinni handa hjónunum hér, panta jólagjöfina hennar múttu, þrífa áður en ég fer.. það er svona ýmislegt sem maður þarf að gera áður en maður skilur við Danmörku! :)
En svona til að gera þetta skemmtilegt, ætla ég að reyna að vera eins róleg og ég get, sem á sennilega ekki eftir að gerast, verð alltaf mjög stressuð þegar ég veit að ég er á leið í flug.. :/ Já svo maður tali nú ekki um 4 tíma lestarferð héðan... :P Pjúv! Þetta er alltaf langt ferðalag, ætla þetta séu ekki eitthvað hátt í tólftímana sem að maður verður á ferðinni :)
Hlakka til að koma heim :D
MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Byrjuð að pakka! :D
7.12.2010 | 20:54
Já ég er byrjuð að pakka... ekkert annað í stöðunni þegar maður er með slatta af jólagjöfum! Það verður svo gaman að komast heim :D Enda hef ég ekki verið heima í nærri fimm mánðui þegar ég kem heim :) Ég hlakka líka svolítið til að fá knús frá familíunni, langt síðan síðast.
En hvað um það, ég fór til Árósa á síðustu helgi :) Það var ótrúlega fínt, gaman að geta hitt Rasmus áður en maður fer heim. Það fyndnasta við þessa síðustu helgi var helvítis krákan, sem þurfti endilega að vekja mann klukkan 6/7 á morgnanna með því að fljúga á forstofugluggan og svo þurfti hún endilega að leita sér að mat við gluggan í forstofunni og goggaði endalaust í gluggan..! Ég hefði getað skotið hana..
En hvað svo sem um það, ég á allavega ekki eftir að hitta þessa kráku í bráð! :)
En já það eru bara tvær vikur þar til ég fer heim.. mér finnst það voðalega skrítið að þurfa að fara gefa mér tíma í að kveðja þennan bæ, sem verður nú ekki erfitt, fyrir utan jú H&M búðina! Erfiðast verður ábyggilega að kveðja Idu litlu..
Ætla að fara að koma mér í svefn :)
MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)