Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
Misson 2011!
7.1.2011 | 20:11
Mission-ið fyrir 2011 er að gera sem flest DIY project og pósta þeim hér :) Ætla að byrja strax í kvöld..
To Be Continued... :)
DIY | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt nýtt ár :)
1.1.2011 | 16:46
Þetta ár hefur verið frekar viðburðarríkt og skemmtilegt í sambland af eilítilli sorg og söknuði!
2010:
Gerði margt og mikið á þessu ári, árið rennur þó saman í hausnum og maður man voðalega lítið en það sem að stóð upp úr.
Bústaðarferðin í Ölfusborgir með dönunum, ógleymanleg ferð án efa :)
Amma Lalla kvaddi okkur á þessu ári. Ein af þeim bestu konum sem að ég hef fengið að hafa í mínu lífi, hlýleg og einstaklega góð kona sem kvaddi.
Ákvörðuninn að skreppa aðeins til Danmerkur :)
Ferðin á Drangsnes stóð líka upp úr, ótrúlega skemmtileg hátíð þar á ferð og er alveg víst að ég fari á næsta ári aftur :)
Danmörk er án efa það stærsta sem að stendur upp úr, rúmir fimm mánðuðir án þess að hafa öryggisnetið í kringum mig. En samt sem áður fékk maður rosalega mikið í staðin. Skemmtilegt þegar Óli bróðir kom án þess að ég vissi nokkuð af. Ólöf kíkti líka, án efa stærsta verslunarferð sem að ég hef farið í :P
Heimkoman stendur líka upp úr þar sem Kiddi, Þorgerður og Ólöf biðu eftir mér á flugvellinum, púkarnir þau! :)
En svona var árið 2010, það sem ég man af því, án efa skemmtilegt ár!
2011 bíður nú fram höndina og býður fram nýja byrjun og ný tækifæri :)
Gleðilegt ár allir saman
MaX - Óver and át!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)