Færsluflokkur: Bloggar

Já!

Hef ekki reynt þetta í mjög langan tíma... eða í meira en eitt og hálft ár...

Nú sit ég ein í minni litlu "íbúð" og læt mér leiðast svona enn á meðan það er vinnuhelgi.. Félagsskapurinn þetta kvöldið hefur ekki verið af verri endanum, John Travolta, Samuel L Jackson og núna herra Robert Redford. Ekki slæmur félagsskapur! Enda lítill félagsskapur hér.
Að búa á Selfossi er ágætt. Rólegt, hef voðalega lítið annað að gera en að læra og horfa á vidjómyndir sem ég er búin að sjá svona þúsund sinnum. En er það ekki bara betra? Enda veitir ekki af að læra. Það er nóg af því. Þarf t.d. að taka 3 próf á þriðjudag! Skila einni góðri ritgerð á fimmtudag og svo get ég hugsað um að fara heim í heiðardalin. Verður yndislegt að komast þangað... en þangað til, læra og skrifa ritgerð!

Langt síðan síðast, vona að það verði ekki langt í þann næsta... :)

MaX


Gleðilegt nýtt ár :)

Þetta ár hefur verið frekar viðburðarríkt og skemmtilegt í sambland af eilítilli sorg og söknuði!

2010:

 Gerði margt og mikið á þessu ári, árið rennur þó saman í hausnum og maður man voðalega lítið en það sem að stóð upp úr.
Bústaðarferðin í Ölfusborgir með dönunum, ógleymanleg ferð án efa :)

Amma Lalla kvaddi okkur á þessu ári. Ein af þeim bestu konum sem að ég hef fengið að hafa í mínu lífi, hlýleg og einstaklega góð kona sem kvaddi.

Ákvörðuninn að skreppa aðeins til Danmerkur :)

Ferðin á Drangsnes stóð líka upp úr, ótrúlega skemmtileg hátíð þar á ferð og er alveg víst að ég fari á næsta ári aftur :)

Danmörk er án efa það stærsta sem að stendur upp úr, rúmir fimm mánðuðir án þess að hafa öryggisnetið í kringum mig. En samt sem áður fékk maður rosalega mikið í staðin. Skemmtilegt þegar Óli bróðir kom án þess að ég vissi nokkuð af. Ólöf kíkti líka, án efa stærsta verslunarferð sem að ég hef farið í :P
Heimkoman stendur líka upp úr þar sem Kiddi, Þorgerður og Ólöf biðu eftir mér á flugvellinum, púkarnir þau! :) 

En svona var árið 2010, það sem ég man af því, án efa skemmtilegt ár!

2011 bíður nú fram höndina og býður fram nýja byrjun og ný tækifæri :)

Gleðilegt ár allir saman

MaX - Óver and át!


Tomorrow! :)

Jááá, það er bara komið að þessu næstum því :) Heim á morgun..
Hlakka svo til að hitta fólkið mitt þegar ég kem heim.. :) Get eiginlega bara ekki beðið. En ég er þó búin að eiga æðislegan tíma hér í Danmörkunni, þessir rúmu fimm mánuðir eru búnir að vera æðislegir. Búin að kynnast nýju fólki, kynnast öðruvísi djammi og hitta dönsku vini mína og margt annað. Þetta er æði.

Nú er bara að bíða eftir því að komast heim, ég er búin að pakka, búin að þrífa herbergið, á bara eftir að taka af rúminu, búin að ryksuga, þurrka af. Nú get ég með góðri samvisku farið heim til Íslands. Get bara ekki beðið eftir að sjá fjallið mitt. Já og jólaljós, það er eins og danir nenni ekki að setja upp jólaljós, ekkert skreytt í gluggum eða fyrir utan húsin, nema þá kannski ein skitin sería á runna. Þannig að það verður viðbrigði að koma heim í jóladýrð :) Hlakka svo til.. :D

En þetta verður loka danmerkur bloggið, hef sennilega skrifað mikið í hringi í þessarri færslu, en það er bara af því mér hlakkar svo til að fara heim :)

Kv. MaX

 


Vika! :D

Jájájájá! Á þriðjudaginn eftir viku, verður maður lentur á Íslandinu góða.. :) Get svo sannarlega sagt að mér hlakki þvílíkt til að koma heim! Enda ekki séð bróðurpartinn af fjölskyldunni í nærri fimm mánuði. Óli Maggi kom jú í heimsókn.. en samt, langt síðan :)

Nú fer maður sennilega að stressast upp, þar sem að ég á eftir að gera slatta áður en ég fer, ég þarf að klára að pakka, þvo föt, klára að vinna í jólagjöfinni handa hjónunum hér, panta jólagjöfina hennar múttu, þrífa áður en ég fer.. það er svona ýmislegt sem maður þarf að gera áður en maður skilur við Danmörku! :)

En svona til að gera þetta skemmtilegt, ætla ég að reyna að vera eins róleg og ég get, sem á sennilega ekki eftir að gerast, verð alltaf mjög stressuð þegar ég veit að ég er á leið í flug.. :/ Já svo maður tali nú ekki um 4 tíma lestarferð héðan... :P Pjúv! Þetta er alltaf langt ferðalag, ætla þetta séu ekki eitthvað hátt í tólftímana sem að maður verður á ferðinni :) 

Hlakka til að koma heim :D

MaX


Byrjuð að pakka! :D

Já ég er byrjuð að pakka... ekkert annað í stöðunni þegar maður er með slatta af jólagjöfum! Það verður svo gaman að komast heim :D Enda hef ég ekki verið heima í nærri fimm mánðui þegar ég kem heim :) Ég hlakka líka svolítið til að fá knús frá familíunni, langt síðan síðast.

En hvað um það, ég fór til Árósa á síðustu helgi :) Það var ótrúlega fínt, gaman að geta hitt Rasmus áður en maður fer heim. Það fyndnasta við þessa síðustu helgi var helvítis krákan, sem þurfti endilega að vekja mann klukkan 6/7 á morgnanna með því að fljúga á forstofugluggan og svo þurfti hún endilega að leita sér að mat við gluggan í forstofunni og goggaði endalaust í gluggan..! Ég hefði getað skotið hana..
En hvað svo sem um það, ég á allavega ekki eftir að hitta þessa kráku í bráð! :)

En já það eru bara tvær vikur þar til ég fer heim.. mér finnst það voðalega skrítið að þurfa að fara gefa mér tíma í að kveðja þennan bæ, sem verður nú ekki erfitt, fyrir utan jú H&M búðina! Erfiðast verður ábyggilega að kveðja Idu litlu.. 

Ætla að fara að koma mér í svefn :)

MaX


3 vikur and counting! :D

Það er svo voðalega stutt þar til ég verð heima á Íslandi og mér finnst hálfskrítið að hugsa um það að ég skuli vera á leiðinni heim! Rosalega skrítið alveg.. :/ En hvað um það.. Ég held samt sem áður áfram að panta úr H&M og Nanett bauðst meira að segja til að taka við pökkunum.. þar að segja ef ég panta meira.. Langar svo til að kaupa allt!!!

En já það sem verður um að vera næstu vikurnar er nú ekki mikið.. fer í "pössun" á föstudag. Ég vil nefnilega ekki vera ein heima alla helgina í þessu risa húsi sem að brakar í öllu! Svo fer maður bara að huga að því að pakka, þarf að sækja pakka á morgun (úr H&M) svo ætla ég að taka strætó uppí Randers Storcenter og kaupa mér vetrarskó, það er orðið aðeins of kalt til að vera á strigaskóm og svo ætla ég að klára jólagjafirnar sem fyrst.. þarf nú ekki að kaupa margar, en gott að klára þær sem fyrst :D

Svo verður bara eins og danin segir "hygge" það sem eftir er af dvölinni :) Er farin að hlakka svo mikið til að komast heim og hitta alla.. Já og fá APPELSÍN! Sjíí, já og MIX og almennilegt nammi :) Já og svo verja jólunum með mínum nánustu, það á eftir að vera yndislegt, ætla ekki að gera skít öll jólin, ætla að sitja upp í sófa og éta! Gott plan ekki satt? :)

En já... ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.. 

MaX


4 vikur :D

Júbbbbbíí! Það eru aðeins fjórar vikur þar til ég skelli mér heim til litla Íslands.. :) Ótrúlegt en satt, þá er ég orðin frekar kvíðin var að þurfa að fara að pakka, ég nefnilega pakkaði ekki sjálf þegar ég fór út til Danmerkur :P Á svo yndislegar vinkonur sem að gerðu það fyrir mig :P

Það gladdi mitt litla hjarta þegar ég vaknaði í morgun að sjá að það var allt á kafi í snjó! Enda tók myndavélina með mér þegar ég fór út að reykja í morgun klukkan hálf sjö! Enda ekki til meiri Íslendingur en ég.. Ég er búin að vera í allt of hlýju veðri.. mér hefur langað í vetur síðan í september! En ekkert gerst fyrr en nú, enda fer ég að fara heim.. 

 pb160009_1044012.jpgFallegi snjókarlinn minn :)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þó að það séu fjórar vikur í að ég fari heim, á ég nú samt eftir að eiga erfitt með að kveðja fólkið hér. Sérstaklega þá Ídu litlu..! En svona er víst leikurinn gerður! :/

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.. þar til næst!

MaX


Erfitt! :(

Þegar ég ákvað að fara til Danmerkur vissi ég að það yrði erfitt að vera ein í öðru landi, án vina og fjölskyldu. Þá sérstaklega, þar sem að maður er með feisbúkk, því alltaf er verið að senda manni póst um hitt og þetta sem er á döfinni með fjölskyldunni eða það sem vinir manns eru að fara.

Um daginn fékk ég póst frá meirahluta móðurfjölskydunnar að þau ætli að hittast einn laugardag og skera út laufabrauð, maður fékk smá sting í hjartað, en allt í lagi, ætli þetta verði ekki gert líka á næsta ári? Jú sennilega, en svo þegar maður fær boð í afmæli hjá afa sínum er enn erfiðara og það stórafmæli. En svo þegar er verið að senda manni póst um hvað eigi að gefa karlinum og maður getur ekki verið með af augljósum ástæðum, ég er í öðru landi! Ég vissi allan tímann að það yrði erfitt að missa af þessu, en ekki svona erfitt, því að þetta stórafmæli kemur ekki á næsta ári :( Enda situr maður hálfklökkur við tölvuna að skrifa um þetta. En þó svo að maður komist ekki, getur maður vonandi bætt þetta upp með því að safna pennum fyrir afa á meðan maður er hér. Enda ekki langt þar til að maður kemur heim. 

Ég er svo innilega að vona að tíminn verði fljótur að líða núna næstu vikurnar, því ég get eiginlega ekki beðið eftir að komast heim og knúsa alla! Þá er annað tækifæri til að hitta alla stórföðurfjölskylduna þegar skötuveislan verður á Þorláksmessu, sem ég vona að verði :)
En nú í dag eru 34 dagar þar til ég kem heim og á morgun 33, en þó svo maður sakni þess að vera ekki heima, þá verður maður bara að taka því eins og er, kingja kökkninum í hálsinum og brosa, því að það er ekki mikið eftir hér í Danmörku :)

Ég ætla að hafa þetta gott í bili :)

MaX


Hugs!

Jæja, bara mánuður og tíu dagar í að maður komi heim! Jiii ég er strax farin að hlakka til! :D Hlakka til að hitta alla og vera með fjölskyldunni! :)

Var á Vísi.is áðan að skoða eins og oft áður, þar sem að ég hef lítið að gera á kvöldin.. Og fyrir slysni, eftir að hafa hlegið dágott af dömuráðum Tobbu, rekst ég á myndband sem þar sem yfirskriftin er "Íhugaði sjálfsvíg vegna eineltis", þegar ég sé svona yfirskrift tel ég mig bundna til að skoða, verandi það að mér leið aldrei vel í grunnskóla! Eftir að hafa horft og hlustað á þetta myndband, lísti sér þetta nákvæmlega eins og skólaganga mín í grunnskóla, leið aldrei vel, átti fáa vini, treysti engum, hugsaði um að það væri gott að hverfa bara. En það sem að hélt í manni lífinu var að ég átti æðislega fjölskyldu og á enn. Enda er ég mjög þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið frá þeim. En eins og hjá þessarri konu, kynntist ég ákveðinni stelpu sem að hjálpaði mér að komast í gegnum síðustu tvö árin í grunnskóla, enda er ég mjög þakklát fyrir að hafa kynnst henni betur, ef ég hefði ekki gert það væri ég sennilega ekki hér í dag. Eitt að því sem að bjargaði líka var að fara í Unglingadeildina og kynnast þar krökkum sem eru eldri en ég og vita að það var fólk sem að dæmdi mig ekki fyrir hvernig ég leit út, eða commentuðu á það hvernig ég var. Þetta er allt saman fólk sem að heldur enn í manni lífinu, enda í dag er maður svo gott sem giftur björgunarsveitinni.

En það sem ég held að stærsta vandamálið fyrir mig hafi verið afskiptaleysi skólans á þeim tíma að reyna ekki að útrýma einelti í skólanum, af því að ég veit það fyrir víst að yngri bróðir minn lenti í því sama og ekkert aðhafst í því heldur. Á einhverjum tímapunkti átti að senda mig til sálfræðings, ekki tók ég það í mál, enda ekki ég sem þurfti til sálfræðings..!

Ég get sagt nákvæmlega það sama og þessi kona, að það er einn af þessum gerendum sem hefur beðist afsökunar á því sem að lét mann ganga í gengum, en hafði hann ekki hugmynd um að hann væri að ger illt..
En það sem að er verst fyrir mig er að mér langar helst ekkert til að hitta þetta fólk, mér finnst mjög erfitt að fara á t.d. reunion, enda hef ég ekki látið sjá mig síðan ég veit ekki hvenær! Af því mér finnst þetta fólk alltaf dæma mann nákvæmlega eins og það gerði í grunnskóla!

Ætla að láta þetta vera í bili!

Margrét Hildur!


Þýskaland og 44 dagar :)

Já ég skrifa hérna af hótelherberginu í Þýskalandi, þar sem að við erum búin að vera í núna nærri fjóra daga.. :) Fínasta hótel, fyrir utan það að ég hef lítið sem ekkert sofið síðan ég kom hingað... ætla að kenna lakinu um í þetta skiptið, þar sem að ég er vön að nota frottélök, og ekki einhverju sem er gert úr því sama og sængurverið!

Ég er búin að leggja lokahönd á jólagjafainnkaup, á bara eftir að föndra jólagjöfina handa Jette og Bent og kaupa eitthvað lítið og sætt handa krökkunum.. Jú og kaupa eitthvað handa henni Þorgerði.. :) Er samt eiginlega búin að ákveða hvað á að gefa henni þannig.. :)

En svo get ég ekki lýst því hvað tíminn er stundum fljótur að líða! Það er bara einn og hálfur mánuður í að maður verði lentur á Íslandinu góða :D Hlakka súpermikið til! Þegar ég kem heim er ég búin að vera í útlegð í rúma fimm mánuði! Vá hver hefði getað giskað á fimm mánuði! :D 

En á morgun er heimferð frá Þýskalandi, ég er pínufegin, því þá get ég kannski sofið örlítið! :P Og já möguleiki á því að maður stoppi í Scandinavia Park og taki með sér eins og nokkra Odense með heim! :D Jubbí!

MaX


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband