Færsluflokkur: Bloggar
55 dagar :D
27.10.2010 | 15:30
Vúp vúp! 55 dagar í heimför :) Er strax farin að hlakka til og tel niður dagana villt og galið! Mér hlakkar til að hitta fjölskylduna og knúsa þau eftir 4 og hálfs mánaðar aðskilnað, fyrir utan Óli, þar sem að hann kom í heimsókn :) Ég hlakka líka voða mikið til að knúsa vinkonur mínar, þessi aðskilnaður hefur verið frekar erfiður.. Voða lítið sem að maður hefur getað talað við þær öðruvísi en í gegnum Skype :/ En það verður bætt úr því þegar ég kem heim :) Svo hlakkar mér voða mikið til að geta stússast aftur með björgunarsveitinni.. sá aðskilnaður hefur ekki heldur verið auðveldur, þar sem að ég hef alltaf sagt að ég sé gift björgunarsveitinni og verð það sennilega að eilífu :) Ekki leiðinlegt hjónaband það ;)
En hvað um það, þá hefur lítið sem ekkert á daga mína drifið... Búin að vera meira og minna heima, afterårsferie var í síðustu viku, þannig að ég fékk einn dag extra í frí :D Ekki amalegt, nú þessi vika hefur verið köld og nú er farið að rigna :/ Tók mér smá labb núna rétt áðan, rigninginn minnti mig helst á þegar ég fór Laugarveginn hér um árið... Fojj.. :/
Í næstu viku fer ég hins vegar til Þýskalands, fer á fimmtudag :) Jeijj :D En versta við það er að þurfa að keyra þangað.. En það verður í lagi, er farin að hlakka til :D En hlakka enn þá meira til að koma heim :D :D
MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9. vikur! :D
18.10.2010 | 12:35
Vúp vúp! Það eru aðeins rúmar 9 vikur í að ég komi heim á Íslandið góða :) Hlakka svo mikið til! Verð komin heim þann 23 des! Ég veit að þetta er á Þorlák, en ég kem þó heim fyrir jól :P Awsome, svo nú fer í hönd skipulagning á því hvernig ég á eiginlega að koma öllu þessu dóti heim, hjálp við skipulagningu á Íslandsferð Skjölstrup fjölskyldunar næsta sumar og margt fleira...
Ætla að klára að kaupa allar jólagjafir áður en ég kem heim.. :) Er allavega búin að kaupa jólagjöfina hans pabba, handa Jóni og þá á ég eftir, Mömmu, Kidda, Óla, Ólöfu og Toggu! Fleiri gjafir gef ég ekki.. jú og mögulega Ingibjörtu! :)
En ég er farin að hlakka svo mikið til að fara heim! :)
Veit allavega á næstu vikum er ég að fara í 90 ára afmæli, ferð til Þýskalands og margt fleira :)
Brosi bara út að eyrum :D
MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10 vikur!
15.10.2010 | 15:23
Jæja, tíminn líður hratt... ég er búin að vera hér í tíu vikur! :P
Ólöf var hjá mér 4-10 okt og fyrir mína parta hefði ég ekki viljað að hún færi heim.. :/ Það var ótrúlega erfitt að kveðja hana á lestarstöðinni... mér langaði helst til að hoppa upp í lestina með henni og fljúga heim! Sakna allra heima svo mikið... en mikið verður maður fegin þegar maður kemur heim... :) Vikan hjá mér og Ólöfu var æðisleg.. það var mikið labbað um, verslað af hennar hálfu og talað saman.. ! Gott að getað talað við hana feis tú feis í staðin fyrir Skype! :P
En allavegea hefur lítið verið um að vera.. bara það sama og venjulega... hef samt farið niður í bæ til að labba aðeins og er búin að föndra fullt síðustu daga, þar sem að ég hef ekki mikið að gera á kvöldin, því miður :( En það fer að síga á seinni hlutan hjá manni og maður hugsar þannig að maður verur komin heim áður en maður veit af.. :)
MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2 mánuðir!
3.10.2010 | 17:56
Ji, hvað tíminn er fljótur að líða! Er búin að vera hér í átta vikur! :P Það er svolítið spúkí að vita ekki hvað tímanum líður!
En á morgun kemur eiginkonan mín! Ég hlakka svo óstjórnlega til!!! Hef ekki séð hana í átta vikur.. sem er svolítið skrítið fyrir okkur að vera! Við sem að töluðumst sama oft á dag og hittumst allavega einu sinni á dag og á morgun er tveggja mánaða bið LOKIÐ! Veeeiii! Get ekki annað en hlakkað til morgundagsins! :D
Var að koma inn úr dyrunum... Fórum út að borð á Bones, vegna þess að það eru 6 ár í dag síðan Jette og Bent ættleiddu Magnus og hann kom til þeirra... Sem er æðislegt! Borðaði líka alveg þvílíkt mikið!
En annars er vikan búin að líða hratt, sem betur fer... fór til tannlæknis á föstudaginn þar sem að ég leit út eins og fílamaðurinn... :/ En það er allt að skána núna... Er allavega ekki jafnbólgin og ég var á föstudagsmorgun! :P
En get varla beðið eftir morgundeginum! :D:D Hlakka svo til að sjá hana Ólöfu mína :D
MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dúdúrú! :)
23.9.2010 | 18:10
Vááááá! Það er svo margt að fara að gerast :) Er að fara í fyrramálið til Árósa, fara í afmæli hjá Stine og svo mögulega að hitta Ásu :) Jiii hvað það yrði ótrúlega gaman að hitta hana :) Svo eftir aðeins 10 daga kemur eiginkonan til mín... váááá ég er að springa! :D Mér hlakkar svo til að knúsa hana og þurfa ekki að tala við hana í gegnum Skype :D
En annars hefur lítið skeð... í dag var samt óvenjulega heitt miðað við síðustu daga! Fannst mjög skrítið að labba úti í heitu veðri í september! :P En samt ótrúlega þægilegt...
Var frekar löt um síðustu helgi þar sem að ég einfaldlega nennti ekki að gera nokkurn skapaðan hlut og lá upp í rúmi meiri hlutan af helginni, sem var frekar þægilegt ... En hefði samt svo mikið viljað vera heima til að kíkja upp á fjall og í réttir ;)
En nóg um það.. er búin að pakka, næstum því fyrir ferðina til Árósa, næst er að skella sér í sturtu og reyna að fixa augbrýrnar eitthvað til... :)
Later
MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langt síðan síðast!
18.9.2010 | 15:06
Það er orðið pínu langt síðan ég bloggaði síðast, þannig ég ætla að skella einu inn núna :) Er búin að eiga nokkuð góða viku! Fyrir utan símtalið sem að ég fékk áðan :(
En allavega, Rasmus hringdi í mig þann 8. sept og spurði hvort að ég nennti ekki að koma með sér í Randers Regnskov... Ég náttúrulega játti því, alltaf ótrúlega gaman að fara í Regnskovin.. Svo þegar ég var búin að passa lilluna á fimmtudeginum, þá skelli ég mér í Randers Regnskov, ég labba inn með Musa og við löbbum þarna um eins og hver annar túristi... við búin að skoða frekar lítið þegar ég fæ bank í bakið! Stendur þá ekki litli bróðir fyrir aftan mig! Ég hélt að það myndi líða yfir mig! Ég hristist og skalf og ég fékk nokkur tár í augun, enda ekki búin að sjá lilla bró í langan tíma!
Við Óli :)
Ég og strákarnir mínir ;) Vantaði bara einn í viðbót, þá hefði þetta verið fullkomið!
Það tók mig svolítið langan tíma að átta mig og ná mér af þessu áfalli að fá ekkert að vita! Var ekki mjög sátt við fjölskylduna mína í nokkra klukktíma! ;) En það gekk þó yfir :)
En á föstudeginum fór ég til Árósa, skemmti mér hryllilega vel þar :) Svo fékk ég Óla til mín á Sunnudagskveldinu og við gerðum ekkert annað en að horfa á teiknimyndir og kannski að fara niður í bæ að skoða eða fá okkur bjór :)
En svo kom að því að ég þurfti að kveðja litla bróður! Enda þurfti hann að komast heim í skotvopnaleyfið... þannig að ég var skilin ein eftir hér :/ En hvað um það... Veit um fólk sem að er að koma til Danmerkur og ég er farin að hlakka sjitt mikið til... byrjar á Ásu Dóru og svo kemur eiginkonan von bráðar :D
Þetta er bara gaman!
Búin að vera hér í nærri 6 vikur! Þetta er svo fljótt að líða! :P
MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
....
7.9.2010 | 14:10
Helgin þessi var hin fínasta, skrapp í smá ferðalag á föstudagskvöld.. :) Fékk að sjá Íslenska hesta í fyrsta sinn síðan ég kom hingað... Ekkert smá gott að sjá landa mína ;) En svo fór ég bara heim á laugardag og var í rólegheitum þar til á mánudagsmorgun :) Bakaði í gær og í dag... held að næsta á dagskrá sé bara að læra að prjóna! Haha! :) Neei, segi svona..
Fór í gærkveldi og ætlaði að reyna fyrir mér í dansi, einhverjum nýjum stíl... Stelpan sem ég talaði við sagði að þetta væri aldurshópurinn fyrir mig... Þegar ég mæti að þá eru þetta krakkar á aldrinum 13-16 ára og varla komin með brjóst! Ég veit bara ekki hvað á að manni að ganga til þess að maður kynnist nokkrum hér! En það kemur vonandi! Ég verð orðin kex áður en ég veit af, en þá er gott að vita af fólkinu sem að ég á að í Árósum ... get farið þangað hvenær sem er... en aftur á móti væri gaman að kynnast einhverjum hér svo að ég þyrfti ekki alltaf að vera að fara til Árósa og sitja í rútu eða lest! :)
En annars er grjónagrautur í kvöld.. eldaður af Íslendingnum sjálfum! Ekta Íslenskt, en hefði viljað hafa slátur með! :P Mér langar í slátur!
MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sept!
2.9.2010 | 17:38
Þá er september genginn í garð, minn uppáhaldstími! Leitir, réttir, haustið og fleira :) En það verður víst ekki þetta árið hjá mér... :/ En það kemur annað ár eftir þetta ;)
Ég er búin að gera voðalega lítið í vikunni, nema það að ég fór niður í bæ í gær og keypti mér tvenn stígvél :) Jihúú! Awsome :) Þeir eru svo þægilegir! Og ekki nóg með það að ég keypti þá tvenna og þeir kostuðu ekki nema 4000 kr. ísl! Var svo ánægð... ætlaði að kaupa mér aðeins öðruvísi stígvél, miklu hærri og fóðruð að innan, en mér fannst þau frekar dýr þannig ég ákvað að sleppa því :) Enda er ég ekkert smá ánægð með þessi :)
En annars er ekkert planað fyrir þessa helgina... veit ekki alveg hvað maður á að gera af sér.. :/ Kemur í ljós...
MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tíminn fljótur að líða!
29.8.2010 | 16:55
Já eins og fyrirsögnin segir þá er tíminn búin að vera asskoti fljótur að líða! Komnar þrjár vikur síðan ég lenti hér í baunalandi! Áður en maður veit af gæti maður verið á leiðinni heim! En allavega þá fórum við í Djurs sommerland á laugardag! Sjíí hvað ég ætla aldrei í rússíbana aftur! Mér leið ekkert smá illa þegar ég var komin úr Thors Hammer! Þetta var hrikalegt, ég og Jette öskruðum villt og galið, mér fannst þetta ekki sniðugt þegar ég var komin úr honum! Ég hristist og skalf eins og ég veit ekki hvað í korter! En skemmti mér samt drulluvel fyrir því :)
Svo er ég ekkert búin að ákveða hvað skal gera á næstunni! Ætla að sjá hvað verður með næstu helgi, því að ég held að þau séu að fara til Sjállands.. og ég þekki bara svo fáa á sjálandi að það verður bara að koma í ljós... :)
En þrjár vikur engu að síður komnar í pokann :)
Love
MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jiii!
27.8.2010 | 17:31
Ég er sko ekki að hata það að vera hér! :) En þó svo að maður sé ekki búin að kynnast neinum í þessum bæ að þá bíður hann upp á mikið... :) Hef líka haft tíma til að hugsa hvað maður eigi að gera og svona þegar maður loks kemur heim...
En annars er vikan búin að vera ágæt, fyrir utan rok og rigningu... og í dag er fyrsti sólardagurinn í langan tíma, enda var ég mjöööög ánægð þegar sólin mætti í morgun... enda notaði ég tíman og skrapp út í sólina, svona til að líta ekki út eins og ísbjörn :P Það er bara ekki fyndið hvað maður er rosalega hvítur miðað við alla aðra... :/ Enda ætla ég að vinna í því að vera aðeins brúnni ef að sólin nennir að vera á lofti hér ;)
En á morgun verður farið í DJURS Sommerland.. :) Gvuuuð ég þarf að byggja mig andlega upp í að fara í Piraten, sem er rússíbani...
Sjííí ;)
LOVE
MaX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)