Færsluflokkur: Bloggar

Páskafrí!!

Vá, hvað ég er fegin að vera komin í páskafrí! Víí, get farið að notað tímann í það að byrja á lokaverkefnunum.. Sjitt mér er sko farið að kvíða fyrir því! En annars er voðalega lítið búið að gerast. Er bara búin að vera í skólanum og að vinna og sona!

Fór svo til Keflavíkur að kíkja á litla hennar Ingibjartar! Vá hvað hann er ÓTRÚLEGA SÆTUR!!!

CIMG0478
Hann er svooo sætur!

 

 

 

 

 

 

Já en við Kolla fórum til þeirra hjúa og nýja barnsins og gáfum þeim, galla á gæjan og svona ýmislegt dót handa mömmunni:P

En læt þetta duga í bili!

Maggzzzz! 


Pabbi á afmæli í dag!

Jeijj! Hann á afmæli í dag.. osfrv. Svo kemur kallin heim á morgun, eða annað kveld:) Veiii!

En annars er voða fátt að frétta af minni hálfu:) fór í hesthúsið í gær og var að hjálpa Rasmusi:) það var gaman:) svo var mokað, gefið og járnað!
Ein mynd til:)

Þetta var mjöööög fyndið!IMG_3252


Sígaunabaróninn!

Já ég og hún móðir mín skelltum okkar á Sígaunabaróninn sem er sýnt í gamla mjólkursamlaginu hér í Nesinu! Sígaunabaróninn er gamanópera í sýningu hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

Þetta var frábært að horfa á! Söngurinn var dáleiðandi, gjörsamlega. Mjög vel leikið og síðast en ekki sýst MJÖG fyndið! Ég, mamma og einhverjir fleiri hér úr héraðinu sátum efst.. og hlógum mest! Ég hló hæst eins og vanalega, ég réð bara ekki við mig. Þetta var svo fyndið! Það er svo mikill humor í leikritinu!
Það eina sem ég hef út á að setja.. Það er frekar óþægilegt að sjá bílana þjóta framhjá, hefði mátt vera eitthvað fyrir gluggunum! En það setti ekki mikið á leikritið... 

En annars þá var ég bara að koma heim úr vinnunni! Fjúff hvað ég er þreytt.. fór samt að sofa kl. 1 í nótt! En ekkert er planað í bili, þannig ég er opin fyrir hugmyndum!

Maggzz! 


Vi ses hej hej!

Já eins og fyrirsögnin segir þá er ég búin að vera með þessa setningu á heilanum í einhvern tíma núna! Mér finnst þetta bara svo fyndin setningWink Kannski er þetta bara ég, en mér finnst þetta bara fyndið...

En það er s.s. ekkert mikið að frétta, er bara búin að vera í skólanum og svo að vinna og læra og svoleiðis. Fékk 7 fyrir ritgerðina um Freyju!!LoL Vá hvað ég er ánægð... svo fékk ég 8,5 fyrir örkönnun í goðafræði.. og ég rétt slefaði í prófinu í félagsfræði.. með 5,2 ekki nógu gott það.. en þetta kemur vonandi! 

En það er s.s. ekkert merkilegt sem er búið að gerast.. Jú skellti mér á djammið í gær, Agent partí á skaganum.. það var ágætt, fyrir utan það að ég var með hausverk allan tímann í gær og endaði með því að  ég hringdi í bræður mína og Kiddi kom og sótti mig upp á skaga.. En djöfull var ég reið í gær, ég er alveg á því að fólk er skoo fokking steikt í hausnum! Ég varð sko ekki lítið reið í gær, en ég ætla ekkert að fara að hella mér í það hér...

 Maggzz


Geðveik fjallaferð:)

Vávává! ég er eiginlega bara í móki ennþá, að hafa komist LOKSINS upp á fjöll í alvöru fjalla bílCool

IMG_2805 Og var þetta faratæki mitt í ferðinni undir góðri stjórn hans EllaWink Það var haldið af stað kl. 9:30 mæting var 8:30... En hvað um það við lögðum af stað í geðveikt góðu veðri og héldu sem leið lá uup í Lundareykjadal og þaðan í gegn alla leiðina upp á SkjaldbreiðSmile Vá ég er enn bara yfir mig af spenningi hvað það var ótrúlega GOTT veður.. Þetta var FRÁBÆRTLoL Við fórum s.s. upp á Skjaldbreið og þar var stoppað og grillaðar Pulsur og Hammarar, geggjað góðir hammararCool

IMG_2961Þarna var Setið að snæðingiCool

 

 

 

 

 

En já þessi ferð var bara skemmtileg! Langt síðan maður hefur farið svona, þetta er það skemmtilegasta sem að ég geriSmile

En svo ein mynd af útsýninu í lokinWink
IMG_3067

 

 

 

 

 

 

ÉG kveð að sinni, ætla að fara í sturtu og leggja migLoL
Maggzz, fjallageitin fundinCool


Fimmtudagur

Já, þá er aftur að koma að helgi..Cool og er helgin eiginlega fullbókuð með vinnunni. Þannig er helgin að ég fer að vinna í fyrramálið, þar sem að ég er búin með áfangan í lífsleikniLoL Híhí! En svo ætla ég að sofa aðeins á föstudagskveldið, af því að ég þarf að fara með Kidda suður á Keflavíkurflugvöll að skutla mömmu og pabba..Crying Svo þarf ég að mæta í vinnuna kl. 12 á laugardag og svo er kveldið það óákveðið.. þannig að ég er opin fyrir uppástungum.. Grin En svo þarf ég að vera vöknuð fyrir kl. 8 á sunnudag, af því að það er plönuð fjölskyldu fjallaferð með björgunarsveitinni.. þar sem að familían verður að gera eitthvað annað, þá bauð ég honum Rasmusi með..Smile Það verður bara gaman..

Svo er bara skóli og skóli í næstu viku.. 

Nenni ekki að hafa þetta lengra er að fara að sækja mömmu

Maggzz 


...

Já eins og er á ég að vera að læra fyrir próf sem er í fyrramálið, en hef mig einhvernvegin í það! Er ekki að nenna að fara að lesa 2 kafla fyrir próf á morgun.. en eins og vanalega er ég alltaf á seinustu stundu! En hvað um það!

Svo eru þessar óeirðir í Danmörku sem er alveg að fara með mig... Þegar ég heyrði að þetta væri ekki bara í Köben heldur líka í Odense.. það munaði að ég fengi kast og bæði pabba um að hringja í Björgvin og spyrja hvort að það væri ekki lagi með allt "heima"! En ég held að það sé nú bara allt í lagi.. annars væri Björgvin búin að hringja í pabba og láta hann vita...
Ég vona bara að fólk fari og hugsi aðeins...

En svo er bara miðvikudagur á morgun.. og pabbi fer bráðum "heim"Crying En hann kemur heim um páskana! Mamma og pabbi fara út á laugardagin og mamma ætlar að fara fyrir mig í BILKA!! Ég ELSKA BILKA! Mér langar að fara með þeim!

 En ég ætla að fara að læra eitthvað svo að ég nái prófinu á morgunCool

Maggzz 


Helgin búin:(

Jájá, þó svo að helgin hafi mistekist í því að djamma, þá er alltaf næsta helgi..Cool En ég hefði nú samt vilja djamma þessa helgi af því að maður var nú á frí helgi, en ég tek þetta allt á næstu helgi!
Það mætti samt eitthvað vera að gerast í þessu blessaða bæjarfélagi, aldrei neitt um að vera.. Bara á hátíðisdögum og þannig.. Þetta endar ábyggilega með halla á sölu ÁTVR af því að það er ekkert um að vera hér.. En það er ekki mitt vandamálTounge En ég var bara að keyra fyrir hann Rasmus á Föstudag og svo var ég bara heima á laugardag og hló eins og fáviti yfir dönsku myndinni sem var á stöð 1.. Regel Nr. 1! Hún var snilld.. Mamma ætlar að finna hana fyrir mig þegar hún fer út á laugardag með pabba.Wink Elska min mor og farInLove!!

En svona eins og ég sé vikuna fyrir mér... skóli og aftur skóli, læra og læra, vinna og eitthvað svona..

Næsta ferð til Dk verður ábyggilega farin í sumar, vonandi með henni Kötu minni og familíunni minni.. langar svo mikið til að hún komi með út! Það yrði svooo gaman, fara í lestarferð til Köben og hitta Troels og sona.. Það yrði bara æði.. Þarf bara að finna út úr því hvenær restin af familíunni ætlar að fara.. ég reikna samt með að það verði farið í kringum ammælið mitt eins og vanalega.. en það er bara fínt..

En ég ætla að fara að finna mér einhverja mynd til að horfa á meðan ég er að bíða eftir því að ég þurfi að sækja Óla bróðir niður á Hyrnu...

Later
Maggzz


Dæs!

Já, nú er ég sko ekki sátt... Hann pabbi minn átti að koma heim í nótt, en nei, hann kemur ekki heim fyrr en á morgun vegna bilunar í flugvél! URRRRR! Ég þoli ekki sona... Arrg! Það verður í fyrsta lagi flogið heim kl. 10 í fyrramálið! Svo er Óli bróðir og Hyrnan að fara til DK í nótt og hann er akkurat að taka sig til núna!

En ég var að koma heim af fundi, fengum krakkana og umsjónarmennina af Skaganum í heimsókn og mér fannst það bara koma nokkuð vel útLoL Þurfum að fara til þeirra og verður það gert bráðlega... 

Í gær var planið að fara suður til RVK og fara í bíó með Óla og Rasmusi, en það var ekki gert. Við ákváðum í staðin að fara og panta okkur pizzu og hafa það kósý og horfa á vidjó.. Gvööð það var svo gaman í gær:) Margt sem var rifjað upp og talað um:)
Takk strákar mínir:)

 En ein mynd sona í lokin
Maggzzz

Photo 108 Fyndin mynd:) Hehe:)


Kvart!

Já, smá kvart frá mér.. Þarf að segja hvað ég er ógisslega þreytt! Ég var vakandi til kl 3 í nótt að gera ritgerð. Náði að klára hana, með herkjum, þ.e.a.s. Ég var líka MJÖG fegin þegar ég var búin með hana. Þá getur maður aðeins farið að slappa af kannski... En ekki mikið!

Jæja, en það er ekki mikið að frétta. Pabbi er að koma heim á fimmtudag, Óli að fara út á Föstudagsmorgun og ég ætla á fyllerí!Devil Neee, það er allt spáningur hvað maður gerir um helgina, kemur í ljós. Ætli það endi bara ekki á því að maður sitji heima og horfi á imbann! Bíð bara eftir að Kata mín komi heim í nesið svo að maður geti djammað eitthvað, eða maður kíkji í Njarðvík til Hafdísar, eða maður plani eitthvað.. En það er bara málið að það er aldrei neitt um að vera hérna.. Ekkert smá leiðinlegt! Manni leiðist svo að búa í svona bæjarfélagi þar sem að það er ekkert að gera.

En já, svo fer bara alveg að styttast í IngibjartarsoninLoL Ég er svo spennt, bæði sjálf og fyrir því að hún sé að verða mamma, hún á eftir að verða svoooooooooo góð mamma! Hlakka svo til!

Já svo horfði ég á One Tree Hill áðan, sjitt! Ég vissi ekki hvert ég ætlaði. Ekkert smá góður þáttur.. Æjjj, en aumingja Nathan.. Ég grét liggur yfir þættinum sko! 

En ég ætla að fara að fara í sturtu og fara svo að lúlla mérSleeping

Maggzz 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband