Færsluflokkur: Bloggar
Gaman:)
27.5.2008 | 08:48
Einhvernvegin er alltaf bókað mál að maður skemmti sér þegar maður er með strákunum Jájá, en helgin mín var á þann veg, að ég var að vinna til 19 á föstudag og fór svo upp í sveit með Óla og Adam og var farið beint í Eskiholti, þar var slegið og reynt að setja dekk á jeppan hans Rasmusar.. Ekki gekk þetta neitt vel því að strákarnir voru orðnir leiðir á því að vera skipta um dekk og í þokkabót þá voru þeir að slá..
En annars þá bauð Adam okkur í pizzu og kom hann með þær upp eftir eftir að hann var búin að segja bless við Erlu..
Svo fékk Smusi þá flugu í höfuðið að fara að labba.. Já, því var tekið óvenjulega vel skal ég ykkur segja og fórum við með hundana með okkur, fyrir valinu varð Paradís og Glanni! Mikið var það nú gaman, tókum með okkur kampavín.. Svo var farið í Eskiholtið eftir það og horft á vídjó!
Einhver ógeðslegasta mynd sem að ég hef séð! Once were Warriors! Jii, ég var næstum farin að gráta, hún var svo viðbjóðsleg.. En segir mikið frá hvernig fólkið lifir lífinu!
En svo á laugardag, þá var það sem að maður hafði beðið eftir lengi.. Júróvísjón!
Mér fannst arfalélegt lagið sem að vann.. samt eillega öll lögin nema Ísland og Bosnía og einhver 2 lög til viðbótar, af 25!
Já kvöldið byrjaði þannig að ég var að vinna til kl 18. á laugardag.. Og fór svo beint heim að skipta um föt og fór svo heim til Lindu Lovísu... þar beið manni þessi líka dýrindismatur og bjór! Mmm, namm! Svo var bara tekið á því horft á Júróvisjón og farið í einhverskonar "Sing Star" sem að Anna kom með..
Svo var bara farið á Vinakaffi, við tölum ekkert meira um það hvernig maður var morguninn eftir..
Fojjj!
Jæja ég er farin að gera eitthvað..
Maggzz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Akureyris:P
19.5.2008 | 00:29
Stuð, Stuð og stuð!
Það er það eina sem að ég þarf að segja um Akureyrarferðina:P Það var geggjað gaman:)
Lagði af stað með rútunni kl. 9:45 norður á Akureyri og þurfti ég að þola ca. 5 tíma ferð! Ojjjjj!
Þoli ekki að sitja svona lengi í bíl! En allavega, var með bók með mér þannig að það stytti tímann um eitthvað.. og nýja iPodin minn! En svo var ég komin norður um hálf 3 og hitti Kötu í smá tíma, en svo þurfti hún að fara aftur að vinna.. Þannig að ég hitta bara á hann Jón minn frænda:) Sem var svo næs..
Fórum og keyptum okkur pizzu og svo fórum við í sund og það fyndnasta í heimi sem ég sá var..
Gaur í BLEIKRI Speedo sundskýlu!! Hahahahahahahahahaha!
Ekkert lítið fyndið það, enda voru ég, Jón og Unnur í krampa það sem eftir lifði kvöldsins..
En svo fóru ég og Jón heim til Kötu og fengum okkur bjór og sollis! Gerðum við Kata okkur reddí til djammsins!
Við skelltum okkur sko á Kaffi Akureyri, sem var fínt.. Fór svo upp á vist þar sem að ég var ekki með lykla af íbúðinni hennar Kötu og gista bara hjá Jóni:)
Svo fór maður heim til Kötu og sona og fór svo að sofa! og vaknaði svo aftur til að fara í leikhús, fór á Wake me up! Snilld:)
Og svo að maður segi það líka, voru heví flottir gaurar að leika í sýningunni! Sjæse!
Svo var farið heim til Guðnýjar og drukkið enn meira og farið svo á Sjallan á Palla sjálfan.. fyrir júróvisjón partí! Og það var sko tjúttað til klukkan að verða hálf fimm.. þá var fengið sér að éta og farið svo að sofa svo maður gæti vaknað til að ná rútunni.. BTW kl 8:30!!!
En svo nokkrar myndir í lokin:)
Maggz!:)
á Palla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Akureyri:)
15.5.2008 | 19:09
Nu skal jeg tag til Akureyri.. i morgen! Gvööð ég hlakka svo til:)
Kaffi Ak á föstudagskvöld og svo Sjallin á laugardag;)
Víhí:) Gaman gaman:P
Hitta Kötu mína og eiga helgi á Akureyri!!
En ég læt vita af sögunni á mánudag þegar ég kemst á netið:P
Magga (sem verður á Ak um helgina:))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helgin mín!
13.5.2008 | 09:47
Dæs, hvað þetta var góð helgi, skemmtileg!
Ég var búin að vinna á föstudag kl. 17 og fór þá aðeins heim og skipti um föt:)
Svo kom Kolla vinkona og ég fór með henni að versla föt, svo fórum við að fá okkur að borða á Olís..
Á meðan ég var að borða þá var hringt og mér sagt að koma ef mér leiddist..
Svo þegar að ég var komin heim leiddist mér svo að ég skellti mér í Eskiholtið og mætti Adam á leiðinni sem að var að koma úr Eskiholti.. Svo þegar að ég kom í Eskiholtið var Rasmus komin í pottin og mér boðið, en ég afþakkaði pent vegna veðurs....
Svo var mér boðið að borða einhvern núðlurétt sem var búin til, en hann var svo spicey að maður gat varla étið hann.. mér verkjaði sko í hálsin og magan á eftir..
Svo ákváðum við að fara að elda.. Það voru eldaðar kjúklingabringur fylltar með papriku og osti, svo voru bakaðar kartöflur í ofni og grænmeti og sósa, sem var svo góð!!!!
En svo hélt maður áfram að drekka og sat niður í skála og svo komu Óli og Adam og það var drukkið meira og hlustað á tónlist... Og ég fékk nudd! Næs, ég er að pæla í að ráða Adam sem nuddara..
Svo var farið í pottin og þar fékk maður meira að segja fótanudd:) Enda þegar upp úr pottinum var komið var maður svo dasaður að maður steinrotaðist næstum því!
Svo nokkrum klukkustundum seinna var vaknað því að Óli þurfti að fara með lykla niður á N1.. Var ekkert svakalega spennt fyrir því að þurfa að vakna.. Var pínulítið þreytt þegar ég fór að sofa um 5 leytið og var þá búin að vera vakandi í nærri 23 klukktíma... sjísesss!
Svo þegar heim var komið var farið að sofa.. og svaf ég til klukkan að verða 14.. Vá hvað það var næs!
Svo var bara hangið hér heima og ekkert gert.. Þangað til að það var hringt og maður beðin um að koma með verkjatöflur og dvd. Gerði maður það því að Rasmus var orðin veikur.. Hehe, það er svona að fara í heita pottin í roki og rigningu! Svo var horft á fantastic four og farið svo heim að sofa.. Svo á sunnudag fórum við Óli upp í Eskiholt að hjálpa Rasmusi að reka inn folöldin og merarnar og taka folöldin af merunum.. það tók sinn andskotans tíma og allir orðnir frekar pirraðir, vegna þess að Kolli ákvað að reka hestana í aðra átt en við mannfólkið! Urrrg.. það var ekkert smá leiðnlegt! Þurftum að gera þetta 3svar eða 4rum sinnum..
En svo í gær þá var hringt upp úr tíu og ég beðin um að koma og hjálpa.. Og gerði ég það og endaði á því að taka myndir..
En ætli þetta sé ekki nóg í bili! Endilega kommentið!
Maggz:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins..
2.5.2008 | 00:57
Loksins hefur maður tíma til að blogga..!
Búið að vera svolítið mikið að gera síðustu vikur í skólanum.. Lokaverkefnaskil og svoleiðis..
Þetta er búið að vera strembið.. á eftir að klára heila bók! En ég þarf bara að fara norður til að lesa svona mikið.. eða bara leggjast upp í rúm og lesa..
En annars þá er ýmislega búið að vera um að vera..
Fór á Skeifudaginn upp á Miðfossum á Sumardaginn fyrsta..
Þetta var opnunaratriðið..
Nemendur ofl. riðu inn í höllina saman
Já svo kom það til að hann Rasmus vann Gunnarsbikarinn Sem er bara æðislegt og meira segja þá vann hann ásetuverðlaun Félags Tamningamanna Ég var ekkert smá ánægð fyrir hans hönd, enda var vikan á undan búin að vera hörmung hjá greyinu og átti hann þetta fyllilega skilið!
Drengurinn komin með alla bikarana..!
Já, það var bara snilld sko!
Svo var árshátíð hjá sveitinni Haha, það var sko bara snilld! Fórum fyrst í sveitafitness, sem að ég var með besta tímann í, í þessu líka lélega formi! 1,51 var tíminn! En stelpuliðið vann!! Þar sannast að kvennmenn eru betri!
Svo var farið í sund á Varmalandi, þar sem að var farið í einhverja leiki í sundlauginni! Eftir það var farið í mat í Hraunsnefi! Þar var BARA góður matur! Mæli með honum! Ég er enn að hugsa um matin!
Massey Ferguson á búvélasafninu!
Segjum þetta gott í bili!
Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þið segið það já?!
21.4.2008 | 13:19
Já, ætla að koma með smá leiðindi fyrst... vill fólk vinsamlegast skrifa í gestabókina eða kommenta á síðuna! Annars fer maður bara að læsa henni!
En já allavega, þá er bara búið að vera brjál að gera sko.. Er alltaf að læra, alltaf að vinna og stundum upp í sveit! Svo reynir maður að slaka á á milli! En það er ekkert að ganga.. komin með bauga niður á brjóst! Liggur við! En ég er mjög ánægð með einkunina sem að ég fékk fyrir lokaverkefnið í félagsfræði. Verkefnið var um fíknefni og fékk ég 8,5 fyrir það Ekkert smá ánægð sko! Svo var Íslenskupróf á síðasta fimmtudag og komu niðurstöður nokkrum klukkutímum seinna.. fékk ekki stúlka bara 7,5 fyrir það! Vissi bara svarið við 2 spurningum, annars notaði maður bara útilokunaraðferðina! Fengum að hafa hjálpargögn, eitt blað með því sem að okkur fannst vera aðalatriðin! Nice
En annars þá var helgin þannig að ég ætlaði að drekka á föstudag, en var of þreytt til þess, keyrði í staðin, þar sem að komu upp smá vandamál hjá vini.. En það er allt komið ílag nún, sem betur fer... Svo var maður vakin á laugardag... beðin um að koma fyrr í vinnuna.. gerði það, var að vinna til 17.. Fór svo og sótti Rasmus til að keyra hann upp á Miðfossa svo hann gæti æft sig fyrir prófið sem að hann átti að fara í í morgun.. svo var bara farið heim og klætt sig í önnur föt og bíllin keyrður upp á Hvanneyri og var farið á barin og spilað, laufa sjöa... SNILLLLD!
Svo fékk maður að gista hjá Söruh og Guðna og við ræðum það ekkert meira!
En nú er maður að fara að byrja á lokaverkefni sem að maður á að skila á miðvikudag..
Þannig að ég er farin
Síja
Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Læri lær!
13.4.2008 | 14:36
Já, nú gerir maður ekkert annað en að læra..
Nú er maður bara að vinna í því að klára lokaverkefnið í félagsfræði um fíkniefni, komin með helming af verkefninu, miðað við að maður á að gera 3- 5 mínútna verkefni... En það er náttúrulega fullt af dóti sem þarf að hafa inn í þessu verkefni.. Þetta er bara ein heljarins rannsókn!
En nú er helgin alveg að verða búin, mamma kemur heim á morgun, jeijj!
Horfði á Regel nr.1, sem er alveg frábær dönsk mynd, á föstudag.. Leiddist ekkert lítið sko, ein heima og svoleiðis..
Svo ákváðum við vinirnir að fara suður í gær í bíó á 'Superhero movie'.. ágætis mynd bara, okkur fannst heldur fúlt hvernig Trailerinn er miðað við myndina sjálfa, hefði mátt koma úr fleiri sketsar úr öðrum 'superhero' myndum. Það var mikið gert grín af Spiderman..
En svo fer maður bara á fullt með að klára lokaverkefni í þessum mánuði.. þarf að klára margt...
Svo verður maður að gera eitthvað, árshátíð á næsta leiti..
Vi ses hej hej!
Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja já..
6.4.2008 | 16:59
Já nú er helgin alveg að vera búin.. Skil á verkefni á miðvikudag og ég er ekkert byrjuð..Sjæse man!
Veit ekkert hvað ég á að gera.. hvernig ég á að gera þetta verkefni.. Usssss, ég er orðin svo pirruð á þessu verkefni að ég er að fá sko..Arrrh!
En annars er helgin búin að vera skemmtileg... Ákvað að fara að djamma á föstudag og gerði það:) Ég, Óli, Rasmus og Adam sátum hér heima og vorum að drekka bjór og spjalla:) svo ákváðum við að fara á Vinakaffi sem að var fínt, fullt af fólki... Svo fór maður bara heim og sumir orðnir soldið drukknir og ældu, haha! Svo fór maður ekkert að sofa fyrr en um 6 leytið af því að maður var að spjalla svo mikið:) Það var gott að fá að tala, þar sem að það eru ekki margir sem að maður getur talað við.. á þennan hátt.. Svo mætti maður bara í vinnu kl. 9, ekki búin að sofa skít!
En svo var líka djamm í gær með vinnunni:) Og gvöööð minn góður við hlógum svooooooo mikið! Ég vissi stundum ekki hvert ég ætlaði! Það var s.s. Idol keppni Hagkaupa og við mættum náttlega og ég söng:) og Linda líka.. og hún vann.. djöfull var það flott:) svo hlógum við enn meira.. SVo fórum við bara upp í Borgarnes og fórum á Vinakaffi og ég fór eftir tíu mínútur og fór heim að sofa:) Var orðin frekar mikið þreytt:)
En nóg í bili
Vi ses
Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Komin heim:)
30.3.2008 | 23:27
Jiii, ég held að mér langi bara til að búa upp á fjöllum! Það sem að maður elskar við það að vera upp á fjöllum er friðsældin og róin að vera þar... Væri til í að geta verið þar meira.
En eins og ég segi þá er maður komin heim í Borgarnes og átti ég mjög góða helgi án alls.. Saknaði þess sko ekki að vera með símann minn, komst að því að ég þarf að kaupa mér jeppa! Helst 105 Krúser Það var svo gott að keyra hann!
En við fórum á föstudagsmorgun sem leið lá aðeins norður í Biskupsbrekkuna á Holtavörðuheiði, þar sem að gert var smá stopp áður en það var lagt í hann fyrir alvöru yfir Arnarvatnsheiðina! Vúhú! En við fórum yfir hana og ég hélt stundum að hjartað ætlaði að stoppa, sérstaklega þegar að hann var að stríða okkur og ætlaði að keyra YFIR vatnið! En það var í lagi, svo var komið á Hveravelli einhverntímann um 22-22:30 og BORÐAÐ!! Loksins, maður var orðin frekar svangur, enda var manni bolað út úr sínum bíl, þar sem að nestið var þar, en ég var með lakkrísbitana og Kristalin.. En maður fékk svo grillaðan, geggjað góðan hammara þegar í skálan var komið...
Svo fóru þreyttir ferðalangar í bælið þegar að klukkan var að ganga eitt!
Svo vaknaði ég kl. HÁLF 8 á laugardagsmorgun! Ég var skoooo EKKI SÁTT! En maður varð að láta sig hafa það að vakna svona snemma. Dííí! En svo var farið áleiðis inn í Kerlingarfjöll og jeppast aðeins.. svo komum við við í Kerlingarfjöllum og borðað smá nesti.. mmm! Svo var farið aftur á Hveravelli eftir jeppaferðina.. Svo var borðar geðveikt gott svína kjöt! Svo var bara spjallað og spilað og svona.. Svo var maður bara sofnaður upp úr miðnætti.. og vaknað kl. 9 í morgun og lagt í hann kl. 10! Var komin á Skagan til að mæta í fermingarveislu upp úr hálf 18 í kvöld og komin heim um 20 leytið..
En nú þarf maður að fara að lúlla sér.. set inn myndirnar á Facebook!
Fjalla/jeppageitin
Magga:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilega páska:)
23.3.2008 | 23:28
Nú er bara páskadagur brátt á enda og páskafríið líka Pabbi farin 'heim' til Danmerkur.. og ég var svo elskulega að fá einhvert helvítis kvef! Djöfullinn! Ég kann ekki að vera sona veik, kann ekki að liggja í rúminu og vera veik, verð alltaf að vera að gera eitthvað.. Er ekki búin að gera neitt annað síðan á föstudag, en að hnerra... það er frekar óþægilegt, mér kitlar endalaust í nefinu og horið er sko ekki af skornum skammti!! OJJJJJ!
Svo var náttlega föstudagslangaball í Brún í þetta skipti, en ekki í (áf)Logalandi.. En þetta var samt ekkert annað en SLAGSMÁL og aftur slagsmál! Ég held að ég hafi aldrei á einu balli séð svona mörg slagsmál á sama tíma, ætli þau hafi ekki verið kannski þrjú á sama tíma og svo fullt af meiri slagsmálum.. hefði nú samt viljað hafa myndavélina mína með.. Það var margt skemmtilegt sem að maður hefði helst viljað hafa fest á 'filmu' á því balli!
En hvað um það! Pabbi bara farin, þannig að maður opnaði ekki páskaeggið sitt fyrr en seint og síðar meir.. En þetta var sko gott páskaegg.. Freyju rís nr 4.
Svo er bara að fara byrja og klára Lokaverkefni í skólanum.. það fer nú alveg að líða að lokum þar... sjitt! Ekki smá stutt!
En ég er farin:)
Maggzz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)