Halló Randers :)

Þá er maður komin út til Danmerkur.. Ferðin gekk bara nokkuð vel út... En samt hundleiðinlegt að sitja í flugvél og svo að sitja í lest í rúma fjóra tíma.. En það var allt í lagi :) En fjölskyldan kom og sótti mig á lestarstöðina hér í bæ og svo var haldið heim á leið og fengið sér að borða og svona.. :) Fyrsti dagurinn var bara mjög fínn ...

Í gær fór ég svo eftir að ég var búin að vera með stelpuna, niður í miðbæ að skoða.. Ekkert smá krúttlegur bær... eldgömul hús og skrítin uppsettur.. ég allavega gat týnst við það að skoða mig um.. Ég fór nú líka í H&M og skoðaði.. fann mér tösku sem að mér langar í .. en það bíður bara... svo verð ég að fara að kaupa mér skó.. ætla sko ekki að labba í þessum sem að ég tók með mér.. mér var ekkert smá illt í fótunum eftir að ég var búin að labba... 

Svo er maður bara búin að hafa það rólegt og kynnast börnunum.. ég og Magnús spiluðum helling í gær.. UNO! Staðan var 3-1 fyrir mér í gærkveldi... :) Svo er maður líka búin að vera að hoppa á trampolíninu sem að er í garðinum... :)

En nóg um það... ég ætla að fara að vafra.. :)

MAX


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband