Vika!

Þá er maður búin að vera hér í Randers í viku og einu degi lengur :) Hef allavega skemmt mér vel við það að skoða miðbæinn og sjá hvað hann hefur upp á að bjóða.. :) Búin að finna margt fróðlegt! Er meira að segja búin að týnast næstum því... labbaði hring! :) Gáfaða ég! En helgin var fín! Var reyndar ein með börnin á laugardag og fram á sunnudagsmorgun, þannig að við fórum í Randers Rengskov! Það var stuð! Fannst samt ekkert sniðugt að sjá slöngur á lausagangi...!

Svo í gær sunnudag fórum við á fótboltaleik .. Randers FC vs Lyngby! Það var stuð! Fékk mér stærstu pylsu sem að ég nokkurntímann hef séð.. hún var stærri en bjúga og kallaðist pulsa! 

RISAPYLSA















Hún smakkaðist samt vel :) 

En í dag er búið að vera grámyglulegt! Fojj! Ekta Íslenskt veður!
En það er nú margt framundan... er að hugsa um að fara á Dizzy Mizz Lizzy á fimmtudag og svo kannski mögulega að fara til Stine um helgina... þetta kemur allt saman í ljós ;) Ójá svo er ég loksins að fara í DJURS sommerland :D :D Vá hlakka svo til ! :P

En nóg í bili :)

MAX


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband