Vika!
16.8.2010 | 14:40
Þá er maður búin að vera hér í Randers í viku og einu degi lengur :) Hef allavega skemmt mér vel við það að skoða miðbæinn og sjá hvað hann hefur upp á að bjóða.. :) Búin að finna margt fróðlegt! Er meira að segja búin að týnast næstum því... labbaði hring! :) Gáfaða ég! En helgin var fín! Var reyndar ein með börnin á laugardag og fram á sunnudagsmorgun, þannig að við fórum í Randers Rengskov! Það var stuð! Fannst samt ekkert sniðugt að sjá slöngur á lausagangi...!
Svo í gær sunnudag fórum við á fótboltaleik .. Randers FC vs Lyngby! Það var stuð! Fékk mér stærstu pylsu sem að ég nokkurntímann hef séð.. hún var stærri en bjúga og kallaðist pulsa!
En í dag er búið að vera grámyglulegt! Fojj! Ekta Íslenskt veður!
En það er nú margt framundan... er að hugsa um að fara á Dizzy Mizz Lizzy á fimmtudag og svo kannski mögulega að fara til Stine um helgina... þetta kemur allt saman í ljós ;) Ójá svo er ég loksins að fara í DJURS sommerland :D :D Vá hlakka svo til ! :P
En nóg í bili :)
MAX
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.