Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Ísland - Best í heimi?
30.5.2009 | 00:32
Já, nú er svo komið að flest þau kosningaloforð sem að sett voru í síðastliðnum kosningum er búið að brjóta...!
Hvað varð um hag heimilana? Ég bara spyr! Átti ekki að lækka skatta og þar fram eftir götunum? Þeir byrja á því að hækka alla þá skatta sem til eru! Skatta á áfengi, sígarettum, BENSÍNI! Hvernig ætlast þessir pólitíkusar til þess að fjölskyldur sem að eru með lægri laun en þeir þrauki í gegnum þessar hækkanir!
Mér blöskraði þegar ég sá að bensínlíterinn er komin í 178 kr.! Það eru ekki allir með milljón plús laun á mánuði og hafa efni á því að vera að keyra á Range Rover! Þetta er morð! Pólitíkusar eru hægt og hægt að knésetja þjóðina!
Kv. Maggz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blogg!
15.5.2009 | 23:29
Já ég sá að það er svolítið langt síðan að ég bloggaði síðast, enda ekkert skrítið því að bloggandinn hefur ekki komið yfir mig að undanförnum, enda mikið búið að vera um að vera. Skóli, vinna og sveitin svona þegar maður kemst! :) En skólanum fer brátt að ljúka, ég er búin fyrstu helgina í Júní...
En þá tekur við endalaus vinna!
Ég er búin að vera hugsa mikið upp á síðkastið hvort að maður eigi að taka sér smá frí frá skóla eða klára þetta bara og vera útskrifuð eftir ár! Já, það er svona að vera ég og þurfa að finna út hvað maður á að gera... Ekki sátt við að það fáist mörg svör við einum valmöguleika..!
En ég ætla að gera eitthvað :P Var bara láta vita að ég væri á lífi! :)
Maggz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)