Færsluflokkur: Bloggar
Helgin!
25.1.2010 | 22:17
Já, síðasta helgi var mjööög áhugaverð! Það stefndi allt í þriggja daga fyllerí en endaði bara í tveggja daga vegna mikillar þreytu eftir föstudagskveldið!
Það stefndi allt í það á fimmtudeginu að það yrði bara rólegt kvöld, en endaði ekkert fyrr en snemma morguninn eftir! Ólöf hringdi í mig og sagði að við værum á leið á Konukvöld á Hvanneyri! Flott það, fengum fyrirlestur um "hana" þarna niðri, og svo kom Sigga Lund og var að kynna fyrir okkur nýjustu hjálpartækin! Margt áhugavert við það. Svo var karlpeningnum hleypt inn á barin og ég held að ég hafi sjaldan séð jafnmarga karlmenn að dansa þetta kvöld En svo endaði meirihlutin af barnum í einhverju partýi á Hvanneyri og vorum við ekki komin heim fyrr en kannski upp úr fjögur! Mjög skemmtilegt kvöld
En aðalpartý ársins var á föstudagskvöldinu! Þorrablót Borghreppinga! Hef sjaldan skemmt mér jafnmikið eina kvöldstund! En við Ferjubakkaliðið mættum bara snemma á blótið miðað við aðra, vorum komin inn í hús um átta og svo byrjaði borðhald klukkan níu! Svo tók Keli í Koti árspistilinn, sem var mjög fyndinn! Fjallaði aðallega um nautið hennar Ollu Svo fengum við skemmtiatriði þar sem að það komu tveir nemendur frá Evu Karen að dansa! Svo byrjaði ballið! Hljómsveit hússins var við völd og ég sver það ég dansaði af mér rassgatið! Allt í góðu það, enda með mjög góðan dansfélaga! Svo endaði ballið um hálf fjögur og þá var áætlun um að fara í partý en endaði heima.
Daginn eftir var svo farið í hópebblizferð! Hún var sko AWSOME! Ekkert smá skemmtilegt, bjórin, pizzan, leikirnir, allt! En samt ekkert skemmtilegt að vera léttasta manneskjan í hópnum! En ferðin endaði svo upp í sófa, þar sem að ég steinsofnaði áður en að landsleikurinn byrjaði! Fúlt! En við unnum þó danina! HAHAHAHA! JESS!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt ár!
13.1.2010 | 16:18
Það er komið 2010!
Mörg markmið á þessu ári!
Klára skólann!
Upplifa nýja hluti
Rækta vinina og fjölskylduna og margt fleira í þessum dúr
En ekki mikið sem að gerðist síðan síðast, nóg djamm allavega, ég ætlaði að taka þrefalt djamm á þetta, en meikaði það ekki, fór eins og vanalega á Jólaballið upp í Logalandi og stóð það alveg undir nafni. Svo var ballið um áramótin, fjúff..! Ræðum það ekkert meira!
En ég átti mjög góð jól og áramót og ég þakka fyrir liðið ár!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiðindi!
8.12.2009 | 20:15
Alltaf finnst mér leiðinlegt þegar kemur að enda annarinnar og kennarar fara að hlaða inn lokaverkefnum! Úff það er allavega nóg að gera í þessarri viku, klára að klippa saman og taka viðtöl, gera ekki nema 30 heimadæmi í stærðfræði. Sæll! Maður svitnar bara við tilhugsunina.. Svo er ég að fara í Vogana á morgun að taka viðtal. Vááá, en annars er bara allt ágætt að frétta, ekkert merkilegt þó að maður sé búin að vera í tilfinningakreppu og stressi Bara að reyna að komast í gegnum allt sem þarf áður en maður getur byrjað á jólastússi, en er samt búin að kaupa allar jólagjafir nema handa mömmu og pabba og Kidda og Óla
Eftir að öllu stússi fyrir skólan er lokið tekur við vinna, en það er í lagi..
Ein sæt mynd af okkur svona í lokin :)
MAX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...
9.11.2009 | 01:17
ó, úóó mmm..
Kann frekar vel við þig en samt ekki,
Því þú dregur fram í mér hlið sem ég ei þekki.
Já nú ert þú hluti af sögunni, já nú ert þú ekki lengur týnd í "þvögunni(?)"
Því ég sé meira sem mig langar að heyra, bara ég og þú, úti að keyra.
Langar að spyrja þig svolítið sem heillar mig.
Langar að biðja þig um svoítið sem langar mig.
Hey gætum við, staðið, hlið við hlið
Gætum við farið og tíma okkar varið, bara við tvö.
Gætum við, staðið, hlið við hlið.
Gætum við farið og tíma okkar varið, bara við tvö.
Stundum áður verið hrifinn en aldrei eins og nú,
Ég veit að það er engin önnur stúlka eins og þú,
Aðeins ein rétt, þú ert sú, því með þig er þetta einfalt mál,
Þú liftir mér upp á bæði líkama og sál,
Ég er ekki maður innantómra orða,
Héðan í frá, þá má ég bara horfa,
Það er engin önnur dama, ekki lengur sama,
Lofa ekkert drama, fíla þig meira en eigin frama, og hana,
Það er engin önnur sem að heillar mig,
En það er ennþá svolífið sem angrar mig,
Hey gætum við, staðið, hlið við hlið
Gætum við farið og tíma okkar varið, bara við tvö.
Gætum við, staðið, hlið við hlið.
Gætum við farið og tíma okkar varið, bara við tvö.
Og taktu í höndina á mér, lémmer(leyfðu mér að) leiða þig,
Og þú ert sú sem ég vil ætíð mér við hlið,
Og taktu í höndina á mér, lémmer(leyfðu mér að) leiða þig,
Ó ó. O ó já,
Taktu í höndina á mér, lémmer(leyfðu mér að) leiða þig,
Og þú ert sú sem ég vil ætíð mér við hlið,
Taktu í höndina á mér, lémmer(leyfðu mér að) leiða þig,
Ó ó. O ó, oh ú ó, jeijee
Hey gætum við, staðið, hlið við hlið
Gætum við farið og tíma okkar varið, bara við tvö.
Gætum við, staðið, hlið við hlið.
Gætum við farið og tíma okkar varið, bara við tvö.
Er svo mikið að fíla þetta lag, skil það bara ekki. Hef yfirleitt aldrei fílað íslensk hip hop rapp lög, en þetta er eitthvað sem að allir geta tekið til sín!
En annars er ekkert að frétta.. BAra skóli, vinna og svo hvað á maður að segja, hugsanaflæði um hvað maður eigi eiginlega að gera.. Kemur í ljós með tíð og tíma ;)
En já fór á árshátíð Hagkaupa og endaði á því að gista í bænum og læti, en tala um það seinna. En það sem er á dagskrá, er Ingó og Veðurguðirnir á barnum á fimmtudag :) Jiiiii hvað ég hlakka til :)
Verður sko bara gaman! Við stelpurnar! :) Jiiha! :)
Jæja ætla að fara að gera eitthvað þarfara :)
Knús og kossar :*
MAX
Awsome kvöld í góðra og nýrra vina hópi :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langt síðan!
10.9.2009 | 19:44
Jæja, síðan síðast... er sumarið búið og réttirnar að koma Svo er skólin komin á fullt og svoleiðis skemmtilegt!
Sumarið var rólegt, ég er búin að vera vinna í mest allt sumar, og ekki komist margt, en samt búin að gera nóg held ég í sumar... fór á Kaldármela, var búin að bíða eftir því í fjögur ár.. og bíð í fjögur í viðbót Svo fór ég á Flúðir um Versló, það var bara gaman. Alltaf gaman að fara þangað á verslunarmannahelgi Svo já var ekkert meira sem að ég man eftir í sumar.. nema óteljandi ferðir í sveitina fór meira að segja sjálf á bak.. :)
En nóg um, um helgina er planað að hafa það rólegt og fara svo á sunnudag að hlaupa niður af fjallinu og svo réttir á mánudag !! víha :)
En ég er farin að gera eitthvað
MAX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland - Best í heimi?
30.5.2009 | 00:32
Já, nú er svo komið að flest þau kosningaloforð sem að sett voru í síðastliðnum kosningum er búið að brjóta...!
Hvað varð um hag heimilana? Ég bara spyr! Átti ekki að lækka skatta og þar fram eftir götunum? Þeir byrja á því að hækka alla þá skatta sem til eru! Skatta á áfengi, sígarettum, BENSÍNI! Hvernig ætlast þessir pólitíkusar til þess að fjölskyldur sem að eru með lægri laun en þeir þrauki í gegnum þessar hækkanir!
Mér blöskraði þegar ég sá að bensínlíterinn er komin í 178 kr.! Það eru ekki allir með milljón plús laun á mánuði og hafa efni á því að vera að keyra á Range Rover! Þetta er morð! Pólitíkusar eru hægt og hægt að knésetja þjóðina!
Kv. Maggz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blogg!
15.5.2009 | 23:29
Já ég sá að það er svolítið langt síðan að ég bloggaði síðast, enda ekkert skrítið því að bloggandinn hefur ekki komið yfir mig að undanförnum, enda mikið búið að vera um að vera. Skóli, vinna og sveitin svona þegar maður kemst! :) En skólanum fer brátt að ljúka, ég er búin fyrstu helgina í Júní...
En þá tekur við endalaus vinna!
Ég er búin að vera hugsa mikið upp á síðkastið hvort að maður eigi að taka sér smá frí frá skóla eða klára þetta bara og vera útskrifuð eftir ár! Já, það er svona að vera ég og þurfa að finna út hvað maður á að gera... Ekki sátt við að það fáist mörg svör við einum valmöguleika..!
En ég ætla að gera eitthvað :P Var bara láta vita að ég væri á lífi! :)
Maggz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einn kafli búinn af árinu!
16.3.2009 | 13:02
Jæja, eins og vanalega skiptir maður í kafla. Þar sem að leikritið er búið, þá hlýtur sá kafli að vera búinn, loksins. Þó að þetta hafi allt verið rosalega gaman, en þá var þetta farið að verða þreytandi upp á síðkastið. En gaman samt sem áður. Hvað ætli maður taki sér fyrir næst?
En síðasta sýningin var á laugardagskvöld og var hún tekin með trompi þar sem að leikstjórinn okkar, hann Rúnar mætti. Eftir sýningu var svo sest niður og fengið sér öl. Gaman það allt, en maður hefði mátt fara aðeins fyrr heim kannski, en þetta var allt í góðu og voru sumar myndirnar stórkostlegar :)
En hef ákveðið að hafa þetta gott í bili, er að læra um eitthvað sem að ég skil ekki!
Kv. Maggz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hef ekki tíma!
13.2.2009 | 12:54
Hef alveg komist að því að ég hef engan tíma! Er búin að vera á æfingum og meiri æfingum og frumsýning er eftir viku! Sæll! En annars er þetta búið að ganga upp og niður.. veikindi og fleira svoleiðis skemmtilegt.. En þetta reddast eins og maður segir, maður þarf bara að vera nógu andskoti jákvæður til að þetta allt gangi upp og það gerir það pottþétt!
En lífið gengur eins og það gengur! Bara allt og mikið að gera!
En ég er í lögfræði ætla að fara að klára!
Maggz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Of mikið að gera... ?
30.1.2009 | 11:00
Já, eins og fyrirsögnin segir þá er alveg hellingur að gera...!
Er í skólanum og þar er nóg að læra! Fullt af verkefnum og skilum...
Svo er vinnan..
Svo er það leikritið! Erum að æfa leikrit sem heitir "Á Svið" og er farsi, keimlíkt "Sex í Sveit" :) Bara gaman það, fyrsta rennslið var einmitt í gær.. Það gekk bara svona ágætlega.. Var reyndar ekki komin heim fyrr en rúmlega 12 og rúmið var soldið girnilegt þá!
En annars er lífið bara gott :) Kristjana og Lovísa komu uppeftir og maður kíkti á þær, maður gæti barasta étið Lovísu litlu, hún er svoooo sæt :) Alger dúlla! Svo kom pabbi alveg heim:) Æði pæði, fyrir utan það að hann vakti mig í gær kl hálf 8 og ég átti ekki að mæta í skólann fyrr en 8:20! Sææl en samt gott að hann sé komin heim:)
En ég ætla að fara að gera þarfari hluti :)
Maggz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)