Færsluflokkur: Bloggar

Einelti

Ég var að lesa frétt á mbl.is um stelpu sem að hafði lent í einelti í samfellt níu ár og þetta er einmitt það sem að ég lenti í. Ég var í raun bara lögð í andlegt einelti. En samt hefur þetta áhrif í langan tíma og maður hefur ekki jafnað sig enn, því alltaf þegar maður sér þá sem að lögðu mann í einelti, þá reynir maður af bestu getu að halda haus fyrir framan þá og brosa og þykjast ekki vita neitt.
Ég tók þá ákvörðun rétt fyrir jólinn í fyrra að fara aftur í framhaldsskóla. Allt í lagi, gott mál. Svo í haust þá byrjaði einn af bekkjarbræðrum mínum í grunnskóla í sama framhaldsskóla og við lentum saman í Íslensku. Einn daginn þá vorum við að ræða um hófsemi og einelti og annað því tengt, þá spyr kennarinn þennann sama strák hvort að hann hafi einhverntímann lagt einhvern í einelti og strákurinn svaraði hreint út NEI! Þetta var eitt að því fáa sem að gerði mig mjög reiða á síðasta ári, að maður sem að hafði lagt mig í einelti í 10 ár í grunnskóla hafi ekki verið nógu mikill maður til að játa að hann hafi einhverntímann lagt í einelti..

Um þetta fór ég að tala við eina af mínum bestu vinkonum og ég sagði við hana hvað ég hafi verið reið að heyra þetta. Hún sagði einfaldlega að þetta gæti verið afneitun hjá þeim sem að lagði einelti að þora ekki að segja frá því að hafa lagt í einelti. 

Einelti er samt eins og ég segi mannskemmandi og maður er aldrei heill á eftir.. og maður er enn að velt fyrir sér afhverju þetta var ég! Ég á enn við sjálfsálitsvandamál að stríða, vegna eineltissins og þau eiga ekki eftir að fara vegna þess að maður spáir alltaf út í það "æjj, þetta er ekki nógu flott til að vera í!" eða fær í raun í magan ef að fólk er að horfa á mann. 

En eitt verð ég að segja, ég er rosalega stolt af stelpunni henni Hólmfríði að þora að skrifa um þetta og hafa einfaldlega labbað út úr skólanum sínum til þess að losna undan þessu af því að það er ROSALEGA erfitt að fara að rifja upp allar þessar minningar sem að maður hefur um einelti sem að maður lendir í í grunnskólum og það er eiginlega sláandi hvað er mikið um það!

Mín tíu ár í grunnskóla voru hryllingur og ég myndi ekki vilja að nokkur annar lendi í þessu sama og maður sjálfur hefur lent í!

Maggz:*

... Skóli byrjaður...

Já það hefur nú ekki verið langt fríið sem að maður hefur fengið.. það hefur nú eiginlega bara verið ekki neitt! En það s.s. skiptir ekki öllu máli. Náði öllu á síðustu önn, öllu nema stærðfræði.

En annars er ég á fullu allan daginn, frá kl. 8:20 á morgnanna til 23 á kvöldin.. er farin að vera með leikdeildinni eina ferðina enn, komin með hlutverk og alles, leik þernu í þetta skipti:) 

En annars er allt gott að frétta, var að byrja í skólanum aftur í dag, rosa gaman ;)

En ég er orðin svolítið þreytt :) Ég ætla að fara að snemma að sofa í kvöld :)

Maggzzz


Gleðilegt ár..

Jæja, þá er komið nýtt ár..! 2009 veii!

En síðasta ár var fínt, átti mjög gott ár:) Og vil ég þakka öllu þeim sem að gerðu árið æðislegt!:*

Það sem að stóð upp úr á þessu ári var það að ég og Hansi hættum saman, fór þrisvar til Danmerkur, fór á Landsmót hestamanna þar sem að ég skemmti mér rosalega vel og kynntist fullt af nýju fólki og mest af dönum. Eignaðist litla frænku sem að fæddist sama dag og mamma á afmæli eða 20 júlí:) Hún var skýrð Lovísa Rós:)

En þetta var svona það sem að stóð upp úr... Ef ég man eitthvað meira þá skrifa ég það hér!

En ég hlakka til að sjá hvað nýja árið ber í skauti sér:)

Maggz


GLEÐILEG JÓL:)

Aðfangadagur var æðislegur:)
Boraði mjög góðan mat sem að var eldaður af pabba eins og vanalega:)

Fékk góðar gjafir:)
Síma, Ullarvesti, Hettupeysu, Victorias Secret ilmvatn og body lotion, vettlinga og köggla, sturtusápu og trefil held ég og allt var þetta mjög skemmtilegar gjafir og góðar:)

Svo var slappað af og farið í miðnæturmessu á Borg.

Í dag er maður ekkert búin að gera nema að éta og sofa og horfa á sjónvarp:) NÆS!

En Gleðileg Jól

Maggz


Jóla Jóla!

Jæja, það styttist í jólin og maður hefur ekki haft tíma til að hugsa um það.. þrír dagar í jólin og ég er ekki búin að öllu..

En ég er búin að kaupa flestar gjafirnar og á bara eftir að skrifa nokkur jólakort og pakka pínu inn og þá er það búið..:)

Já svo skreyta tréið og svoleiðis:)

En já ég er búin að vera að vinna eins og brjál.. 

En ég fór loksins í hesthúsið í dag:) Yndislegt alveg;) Komast og slappa aðeins af upp í sveit:)

En ég er farin að gera eitthvað, slappa af upp í sófa:)

Maggz


Váá:)

Ég er svoooooo spennt! Sæll! Pabbi kemur heim á morgun:D Veiii! Get ekki beðið eftir að sjá kallin:) Er ekki búin að sjá hann síðan 29 okt, þegar ég var sest uppí letina á Odense Bånegard...
En þá geta jólin farið að byrja fyrst að pabbi er að koma heim:) Hlakka svo til:)

En það er nóg að gera í skólanum og vinnunni! Jólatraffíkin er byrjuð í vinnunni og ég þarf að klára 2 ritgerðir helst í næstu viku.. Úff, þarf að skipuleggja mig betur! 

Jááá, svo eru Musi og Matti að koma á morgun líka og það verður bara gaman að fá þá í heimsókn.. svo verða hestarnir teknir inn.. þannig að maður getur átt sér líf yfir jólin:) Víííí!

En ég er í bókfærslu.. ætla að halda áfram:)

Síja

Maggz


4.desember

Jæja, þá er komin 4 des og styttist og styttist í jólin.. Manni finnst árið bara nýbyrjað.. Sæll!

En smá fréttir, var í fríi í skólanum á mánudag og þriðjudag og svo var ég að vinna á miðvikudag og í dag.. þannig að það er búið að vera nóg að gera.. Svo er útilega á morgun og fram á laugardag og svo er allt óplanað eftir það:)

En svo var mamma að tilkynna mér það áðan að pabbi kæmi heim á föstudaginn næsta:) JEIJJJ!

HLAKKA SVOOOO TIL!

Ekki meira í bili;)

Maggz 


Sæææælllllll!

Á ég að segja ykkur! Það er fyrsti í aðventu á morgun.. Jiii, manni finnst árið nýbyrjað..! Árið er að verða búið!

Langaði bara að koma því á framfæri..!

En á mánudag og þriðjudag er ég í fríi í skólanum:D Jeijj! Smá breik, en þarf samt að byrja á ritgerð þá daga þannig að maður verði búin fyrir JÓLIN, sem eru eftir ca. 4 VIKUR! Arg!

 

En segi þetta gott:)

Maggz 


Ritgerð

Nenni ekki að vera að skrifa mikið..

En ekkert merkilegt sem að á daga manns hafa drifið undanfarið, er þó allavega búin með ritgerðina í Íslensku en á eftir að skila henni útprentaðri.. en svo er bara 2 ritgerðir allavega á næstu 4 vikum og svo hellingur af verkefnum.. þannig að það verður nóg að gera þangað til að maður fer í "jólafrí":)

En ætla að segja þetta gott í bili!

Maggz 


Stjörnuspá dagsins:)

Það er allt í lagi að gefa sig dagdraumum á vald þegar aðstæður eru til. Ljónið er hresst, glatt og fullt jákvæðni og áhuga. - þetta er stjörnuspáinn fyrir daginn í dag:)

Nema það að þetta á alltaf við.. að ég sé hress, glöð alltaf jákvæð og oftast nær með áhuga..

Hehe, en það er bara voðalega lítið að frétta af þessum bæ! Pabbi fer samt alveg bráðum að koma heim:D Jeijj! Kemur heim held ég 19 des:) Sama dag og ég fer í jólafrí í skólanum:P Híhí, ætla maður fari ekki að sækja gamla kallin á völlin:)

En ég skemmti mér bara ótrúlega vel um helgina þrátt fyrir vinnu:) Var mikið gert um helgina og verður það ekki rætt hér:) 

En ég er farin að gera eitthvað..:)

Er samt ekki að nenna því:)

Maggzzz 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband