Helgin mín!

Dæs, hvað þetta var góð helgi, skemmtileg!
Ég var búin að vinna á föstudag kl. 17 og fór þá aðeins heim og skipti um föt:)
Svo kom Kolla vinkona og ég fór með henni að versla föt, svo fórum við að fá okkur að borða á Olís..
Á meðan ég var að borða þá var hringt og mér sagt að koma ef mér leiddist..

Svo þegar að ég var komin heim leiddist mér svo að ég skellti mér í Eskiholtið og mætti Adam á leiðinni sem að var að koma úr Eskiholti.. Svo þegar að ég kom í Eskiholtið var Rasmus komin í pottin og mér boðið, en ég afþakkaði pent vegna veðurs....
Svo var mér boðið að borða einhvern núðlurétt sem var búin til, en hann var svo spicey að maður gat varla étið hann.. mér verkjaði sko í hálsin og magan á eftir..
Svo ákváðum við að fara að elda.. Það voru eldaðar kjúklingabringur fylltar með papriku og osti, svo voru bakaðar kartöflur í ofni og grænmeti og sósa, sem var svo góð!!!!

En svo hélt maður áfram að drekka og sat niður í skála og svo komu Óli og Adam og það var drukkið meira og hlustað á tónlist... Og ég fékk nudd! Næs, ég er að pæla í að ráða Adam sem nuddara..
Svo var farið í pottin og þar fékk maður meira að segja fótanudd:) Enda þegar upp úr pottinum var komið var maður svo dasaður að maður steinrotaðist næstum því!

Svo nokkrum klukkustundum seinna var vaknað því að Óli þurfti að fara með lykla niður á N1.. Var ekkert svakalega spennt fyrir því að þurfa að vakna.. Var pínulítið þreytt þegar ég fór að sofa um 5 leytið og var þá búin að vera vakandi í nærri 23 klukktíma... sjísesss!

Svo þegar heim var komið var farið að sofa.. og svaf ég til klukkan að verða 14.. Vá hvað það var næs!

Svo var bara hangið hér heima og ekkert gert.. Þangað til að það var hringt og maður beðin um að koma með verkjatöflur og dvd. Gerði maður það því að Rasmus var orðin veikur.. Hehe, það er svona að fara í heita pottin í roki og rigningu! Svo var horft á fantastic four og farið svo heim að sofa.. Svo á sunnudag fórum við Óli upp í Eskiholt að hjálpa Rasmusi að reka inn folöldin og merarnar og taka folöldin af merunum.. það tók sinn andskotans tíma og allir orðnir frekar pirraðir, vegna þess að Kolli ákvað að reka hestana í aðra átt en við mannfólkið! Urrrg.. það var ekkert smá leiðnlegt! Þurftum að gera þetta 3svar eða 4rum sinnum..

En svo í gær þá var hringt upp úr tíu og ég beðin um að koma og hjálpa.. Og gerði ég það og endaði á því að taka myndir..

En ætli þetta sé ekki nóg í bili! Endilega kommentið!

Maggz:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband