Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Of mikið að gera... ?

Já, eins og fyrirsögnin segir þá er alveg hellingur að gera...!
Er í skólanum og þar er nóg að læra! Fullt af verkefnum og skilum...
Svo er vinnan..

Svo er það leikritið! Erum að æfa leikrit sem heitir "Á Svið" og er farsi, keimlíkt "Sex í Sveit" :) Bara gaman það, fyrsta rennslið var einmitt í gær.. Það gekk bara svona ágætlega.. Var reyndar ekki komin heim fyrr en rúmlega 12 og rúmið var soldið girnilegt þá! 

En annars er lífið bara gott :) Kristjana og Lovísa komu uppeftir og maður kíkti á þær, maður gæti barasta étið Lovísu litlu, hún er svoooo sæt :) Alger dúlla! Svo kom pabbi alveg heim:) Æði pæði, fyrir utan það að hann vakti mig í gær kl hálf 8 og ég átti ekki að mæta í skólann fyrr en 8:20! Sææl en samt gott að hann sé komin heim:)

En ég ætla að fara að gera þarfari hluti :)

Maggz


Einelti

Ég var að lesa frétt á mbl.is um stelpu sem að hafði lent í einelti í samfellt níu ár og þetta er einmitt það sem að ég lenti í. Ég var í raun bara lögð í andlegt einelti. En samt hefur þetta áhrif í langan tíma og maður hefur ekki jafnað sig enn, því alltaf þegar maður sér þá sem að lögðu mann í einelti, þá reynir maður af bestu getu að halda haus fyrir framan þá og brosa og þykjast ekki vita neitt.
Ég tók þá ákvörðun rétt fyrir jólinn í fyrra að fara aftur í framhaldsskóla. Allt í lagi, gott mál. Svo í haust þá byrjaði einn af bekkjarbræðrum mínum í grunnskóla í sama framhaldsskóla og við lentum saman í Íslensku. Einn daginn þá vorum við að ræða um hófsemi og einelti og annað því tengt, þá spyr kennarinn þennann sama strák hvort að hann hafi einhverntímann lagt einhvern í einelti og strákurinn svaraði hreint út NEI! Þetta var eitt að því fáa sem að gerði mig mjög reiða á síðasta ári, að maður sem að hafði lagt mig í einelti í 10 ár í grunnskóla hafi ekki verið nógu mikill maður til að játa að hann hafi einhverntímann lagt í einelti..

Um þetta fór ég að tala við eina af mínum bestu vinkonum og ég sagði við hana hvað ég hafi verið reið að heyra þetta. Hún sagði einfaldlega að þetta gæti verið afneitun hjá þeim sem að lagði einelti að þora ekki að segja frá því að hafa lagt í einelti. 

Einelti er samt eins og ég segi mannskemmandi og maður er aldrei heill á eftir.. og maður er enn að velt fyrir sér afhverju þetta var ég! Ég á enn við sjálfsálitsvandamál að stríða, vegna eineltissins og þau eiga ekki eftir að fara vegna þess að maður spáir alltaf út í það "æjj, þetta er ekki nógu flott til að vera í!" eða fær í raun í magan ef að fólk er að horfa á mann. 

En eitt verð ég að segja, ég er rosalega stolt af stelpunni henni Hólmfríði að þora að skrifa um þetta og hafa einfaldlega labbað út úr skólanum sínum til þess að losna undan þessu af því að það er ROSALEGA erfitt að fara að rifja upp allar þessar minningar sem að maður hefur um einelti sem að maður lendir í í grunnskólum og það er eiginlega sláandi hvað er mikið um það!

Mín tíu ár í grunnskóla voru hryllingur og ég myndi ekki vilja að nokkur annar lendi í þessu sama og maður sjálfur hefur lent í!

Maggz:*

... Skóli byrjaður...

Já það hefur nú ekki verið langt fríið sem að maður hefur fengið.. það hefur nú eiginlega bara verið ekki neitt! En það s.s. skiptir ekki öllu máli. Náði öllu á síðustu önn, öllu nema stærðfræði.

En annars er ég á fullu allan daginn, frá kl. 8:20 á morgnanna til 23 á kvöldin.. er farin að vera með leikdeildinni eina ferðina enn, komin með hlutverk og alles, leik þernu í þetta skipti:) 

En annars er allt gott að frétta, var að byrja í skólanum aftur í dag, rosa gaman ;)

En ég er orðin svolítið þreytt :) Ég ætla að fara að snemma að sofa í kvöld :)

Maggzzz


Gleðilegt ár..

Jæja, þá er komið nýtt ár..! 2009 veii!

En síðasta ár var fínt, átti mjög gott ár:) Og vil ég þakka öllu þeim sem að gerðu árið æðislegt!:*

Það sem að stóð upp úr á þessu ári var það að ég og Hansi hættum saman, fór þrisvar til Danmerkur, fór á Landsmót hestamanna þar sem að ég skemmti mér rosalega vel og kynntist fullt af nýju fólki og mest af dönum. Eignaðist litla frænku sem að fæddist sama dag og mamma á afmæli eða 20 júlí:) Hún var skýrð Lovísa Rós:)

En þetta var svona það sem að stóð upp úr... Ef ég man eitthvað meira þá skrifa ég það hér!

En ég hlakka til að sjá hvað nýja árið ber í skauti sér:)

Maggz


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband