Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Komin heim!

Já, nú er maður bara komin heim á Íslandið góða!Cool En hefði samt viljað vera aðeins lengur úti, bara til að slappa af meira, þó að maður hafi eiginlega ekki gera annað en að sofa og læraSmile En ferðin heim gekk bara rosavel, engar seinkanir eða neitt.. flugið var meira að segja aðeins á undan, alveg um heila 20 mínúturCoolVar vöknuð kl. 05:00 að íslenskum tíma (06 að dönsku) lagði þá af stað í strætó niður á lestarstöð kl. hálf 7 að dönskumTounge Sæll!Pinch En var komin niður á lestarstöð kl. 07 og beið með pabba þangað til að lestin komWink En svo kom að því að þurfa að kveðja hann pabba og það var ekkert smá erfitt, en það er alltaf erfittCrying Fór næstum því að gráta þegar ég kvaddi pabba og sá hann labba upp stiganCrying En svo tók við rúmlega 2 tíma lestarferð á Kastrup. Þangað var ég komin um tuttugu mínútur í 10 og innritun byrjaði 16 mín yfir 10.. það er óþolandi að bíða þangað til að innritun hefstSick En annars þegar ég var komin upp þá leið tíminn eins og ekkert væri, allt í einu var klukkan að verða korter í 12 og ég átti að fara inn að hliði.. en það er gott þegar að tíminn líður á flugvellinum. En var komin heim 14:15 held og mætti mömmu og Rönku úti þegar ég var að athuga hvort að þær væru ekki komnar og viti menn, þær voru að stíga út úr bílnum..

En það var bara æði að vera hjá pabba, slappaði af eins og ég veit ekki hvað og gerði sáralítið meira, en að fara til Holstbro á síðasta föstudag og vera hjá minni yndislegu NanettSmile

Hef þetta gott í bili, er farin að læra í náttúrufræðiShocking

102408162510 102408162356

 

 

 

 

 

 

 

 

Maggz 


...

Jæja, nú eru bara nokkrir dagar þar til að maður fer heimCrying Og þá lýkur slökuninni hér í landi, ótrúlegt að maður þurfi að fara til annars lands til að slappa af!

En hvað með það, það eru bara rúmlega 2 dagar þar til að ég kem heim.. búið að vera fínt veður hér á meðan það er snjór á Íslandi.. piff! langar samt alveg í snjóinn..

Ætla bara að hafa þetta stutt:)

Ætla að fara að horfa á sjónvarpið:P 


Danmörk:)

Æjj, vá ég er ekki að meika svona ferðalög,  maður er enn þreyttur.. lagt af stað kl. 03 að nóttu og komin hingað um fjögur eða fimm að degi til:P

En allavega, er ekkert búin að gera hér nema að slappa af:) *næs* Er búin að liggja í rúmminu í alla dag eiginlega.. hef ekkert nennt að gera, reyndar labbaði niður í Fotex áðan og var að skoða aðeins.. það var fínt, langaði soldið til að kaupa skó, en hætti við:P

En ég ætla að fara að gera eitthvað:)

Maggz 


14 tímar:D

Jæja, ég er bara brátt að fara að flýja land í viku:) Nú leggur maður land undir fót og fer áleiðis til Odense í fyrramálið! Víhí:) Geggjað, nú fer maður í slökun, aðeins að slappa af og sofa kannski í nokkra daga, það væri fínt..

En ætlaði bara að láta vita af því að ég verð ekki við í viku, eða á landinu:)

Síja:)

Maggz:) 


Flutt..

aftur! Segjum í fimmta skiptið á tveimur árum:) Sæll! En hvað um það, þarf að fara í gegnum allt draslið sem að fylgdi mér hingað, en engum skóm verður hent! Hafðu það Kiddi! Engum! Ég er alfarið á móti því að fólk hendi skóm, af því að þeir koma aftur í tísku! Ekki henda þeim, ég skal taka þá;)

En hvað um það, ég er bara þreytt eftir þessa heldi, er búin að vera eins og hvirfilbylur alla helgina, sökum þess að það var verið að flytja og svo var útilega og svona..

En ég var búin eftir að labba upp þrjár hæðir með nokkuð marga kassa og svo fór ég í Fluguborgara upp í Flugu:P Næs, geggjuð norðurljós í gær;) Sjitt, held að ég hafi bara staðið úti í hálftíma og horft upp á stjörnurnar og norðurljósin:)

En ætla að fara að koma mér í svefn:)

Maggz 


Morgundagurinn;)

Æjj, já bara svo að ég segi það einu sinni enn, þá var ballið æðislegt! Hlakka til þess næsta:)

En hvað um það, aðrar fréttir, hann karl faðir minn er á leiðinni heim í 2 vikur;) Var að skoða póstinn sem að mamma fékk frá pabba í morgun og stóð þar að hann gæti ekki lært, það væri komin svo mikill spenningur í að koma heim;) Ekki skrítið, við erum ekki búin að sjá hann síðan hann fór út í ágúst held ég..  En mér er farið að hlakka til að sjá hann;)
En þegar pabbi kemur heim, þá á hann að mæta í víglsu þar sem að ég er að fara í uppgöngu og Kiddi LOKSINS að vígjast sem skáti;) Fænalí!

En svo er bara stutt vika í vinnunni, svo að búa Óla í þriðju og síðustu leit! Vonum að veðrið verði gott um næstu helgi..

Jæja, er í Íslensku...
Helga kviða Hundingsbana

Maggz 


Ball...

Já ég get ekki annað sagt en það hafi verið gaman á þessu Sauðamessuballi;) Mikið fjör, fullt af fólki, allir í ullarpeysum svo maður telji eitthvað upp. En annars byrjaði kvöldið á því að ég kláraði að vinna, fór svo heim í sturtu og gerði mig til. Það var fólk að koma í heimsókn til Kidda bróður þar sem að hann átti afmæli á laugardaginn:) Við gáfum honum hettupeysu sem að hann er búin að horfa á mjög lengi;) en aldrei keypt sér hana...

En svo var fólk að koma í heimsókn í kjötsúpu.. mmmmm!
Svo var aðeins fengið sér í glas heima og svo var farið á ball með Upplyftingu..:)  Held ég hafi ekki skemmt mér svona lengi;) En mætti hafa drukkið aðeins minna.. Því að maður var svolítið þunnur í gærmorgun:S
Þar sem að myndavélin mín var batteríslaus, voru ekki teknar neinar myndir:( En þetta lifir bara í minningunni:P 

En ég vil þakka öllum fyrir skemmtunina og sjáumst aftur að ári á Sauðamessu 2009:)

Maggz 


Sauðamessa;)

Jæja, þá er loksins komið að því;) Sauðamessa um helgina:) Byrjar kl. hálf 2 með rekstri niður í skalló, dagskrá endar held ég kl. 17.. og svo aðalparturinn;)

SAUÐAMESSUBALL!!!!Devil Jeijjjjjjjj!!!
Upplyfting er að spila frá 22-02:) Allir að mæta á ball:)

En ekki mikið búið að vera um að vera.. er alltaf í skólanum og að vinna:) Gengur bara ágætlega fyrir utan helv.. stærðfræðina:P

En segi ekki meira, ætla að fara að klára nát verkefnið!

 Magga Sauðslegu skapi;)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband