Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Akureyri!

Híhí, þá er loksins komið að því, tveimur vikum aðeins of seint að ég og Óli bróðir skellum okkur á Akureyri í heimsókn til Musa. LoL Mér hlakkar sko ekki lítið til. Búin að sakna þess að geta ekki talað við hann. Það er svolítið skrítið að geta ekki talað við hann nema í síma, en mér þykir svo leiðinlegt að tala í síma... Enda er það ekki oft sem að maður getur talað við hann í síma, hringdi samt í hann á þriðjudag og spurði hvort að hann yrði ekki heima.. jújú, við áttum bara að taka með okkur dýnu og sæng!Tounge

En annars voðalega lítið um að vera, alltaf í skólanum, mikið að gera.. er alltaf á einhverjum fundum og alltaf í skipulagningu. Þannig að það er skítnóg að gera hjá mér.. spurning hvort að það sé of mikið... En maður meikar þetta vonandi alvegTounge

En svo er maður eitthvað að væblast um með í hausnum hvenær maður á að skella sér í ferð til Danmark. Spurning hvort að það verðu í Október eða byrjun Nóvember. Er ekki alveg farin að hugsa það, Pabbi kemur heim 10 okt, þannig að það er spurning hvort að maður geri það sama og í fyrra og fari bara með kallinu aftur "heim"? Er ekki alveg viss, langar svolítið mikið til að fara að hitta vinina. En þetta kemur allt í ljós vonandi..
En þá er planið að fara út og kíkja á Hans og kjellingu og á  Stine, Nanett og Troels.

Þetta er bara óræðin hlutur.. ætla að fara að kíkja á þetta..

Maggzz 


Skóli/Kef

Jæja, á morgun verð ég ekki lengur móðurlausSmile Er búin að vera hálfmóðurlaus í eina og hálfa vikuErrm
En verð nú föðurlaus þangað til að pabbi kemur heim næstCrying Sem er sennilega í Október, en það er ekki eins og þetta hafi ekki gerst áður..

En skólinn er allavega byrjaður á fullu! Fyrsta heimanámið í dag.. Híhí.. Í íslensku hjá Lilju.. Er að fara að klára það núna.. Svo þarf ég að vinna í Skátadagskránni, þannig að það sé að mestu komið í lag þegar að fundurinn hjá okkur sveitarforingjunum verður á miðvikudag.. þannig að það er margt að gera fyrir þann tímaCool En það er ekki eins og maður hafi ekki gert það áður..

En það er lítið sem ekkert að frétta.. móðirinn kemur heim á morgun, þannig að ég er ánægð.. Er þá ekki lengur ein í koti með strákunum.. við verðum tvær á morgun:) Hlakka svo mikið til, er búin að biðja mömmu um að kaupa í fríhöfninni í DK.. Hehe, ætla ekkert að segja, því það á að fara í afmælisgjöf til hennar Kötu minnar:)

En ég er farin að læra smá, ætla líka að lesa pínu í náttúrufræði og gera handa mér glósur... þannig að ég verð fulle fem þegar kemur að kaflaprófum!

Maggz..
Óver and át!


Spænska

Jájá, maður er bara byrjaður í skólanum:) Byrjaði í gær og leggst þessi önn bara vel í mann, þó að maður sé í miklu fleiri áföngum heldur en á síðustu önn:) En ég fór í fyrsta stærðfræði tímann í gær og ég hélt ég yrði ekki eldri.. Horfði á blaðið sem að hann lét okkur reikna og bara úff.. En svo fór ég líka í náttúrufræði og það var kvíðahnútur í  maga! Lesa bók á ensku um náttúrufræði.. SÆLLLL!

En já, maður er ekkert annað en búin að vera í skólanum og í vinnunni og á fundum síðustu daga, segi bara að það verði nóg að gera og ef að fólk ætlar að reyna að hitta mann þá er best bara að panta tíma til þess..! hehe

En ég er bara núna í spænsku og ætla að fara að gera eitthvað:)

 

Maggzzz 


Skóli!

Já sæll!

Nú er bara farið að líða að því að skólinn byrji á ný..
Sumarið búið að vera allt of fljótt að líða, mér finnst eins og ég sé ekki búin að gera neitt.. einhvernvegin, en ég er samt búin að fara til Danmerkur í 2 vikur rúmar og svo fór ég á Truntumót eins og Gústi í Grindó sagði.. S.s. Landsmót Hestamanna á Hellu! Þetta var allt mjög gaman, Var alla vikuna á mótinu, hitti minn fyrrverandi. Það var mjög gott að hitta hann:)

En ég skemmti mér mjög vel í sumar, gaman að fá pabba heim og hafa hann heima:)

En skóli verður settur á morgun kl.10, þarf að fara á fund kl.9, byrja svo á fullu í skólanum áfimmtudag:P

Geggjað! Hlakka svoooo til:)

Magga


The Jewell of Scotland

Nú er ég búin að vera að horfa á þátt á Travel Channel. Maður fær svona nett nostalgíukast.
Það var verið að sýna þátt um Edinborg og Skotland.

Ég bjó í Edinborg í tvo yndislega mánuði. Var þar sem Au-pair eins og flestir vita. En þar sem að ég var að horfa á þennan þátt, langar mig þangað aftur.
Edinborg er bara falleg borg í einu orði, gaman að vera þar og gott að vera.. Margt sem hægt er að gera.

Ég fór aftur rétt fyrir jólin eftir að ég kom heim, á ég góðar myndir af því hér heima, þar sem að við systkinin og Ólöf voru klædd í hefðbndna skoska búninga.

En það sem að ég man mest var að þegar ég átti tímann úti í Edinborg, það sem að ég gerði oftast var að fara með hana Klöru í kerrunni labbandi niður í Princess Street Garden, sem er garður í rauninni við hliðina eða fyrir neðan kastalann. Ég labbaði þar svo með strákunum og Ólöfu og það var reyndar ekki mikið hægt að labba þarna af því að það var svona karnival. Er held ég alltaf fyrir jólin.

Þessi garður er svo fallegur að labba í gegnum.

Edinborg er bara æði..

En það er lítið búið að ske, bara búin að vera upp í sveit, gerði ekkert um Versló, var bara heima...

En nenni ekki að vera í þessu nostalgíukasti, er farin að gera eitthvað:P

Maggz


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband