Einelti

Ég var að lesa frétt á mbl.is um stelpu sem að hafði lent í einelti í samfellt níu ár og þetta er einmitt það sem að ég lenti í. Ég var í raun bara lögð í andlegt einelti. En samt hefur þetta áhrif í langan tíma og maður hefur ekki jafnað sig enn, því alltaf þegar maður sér þá sem að lögðu mann í einelti, þá reynir maður af bestu getu að halda haus fyrir framan þá og brosa og þykjast ekki vita neitt.
Ég tók þá ákvörðun rétt fyrir jólinn í fyrra að fara aftur í framhaldsskóla. Allt í lagi, gott mál. Svo í haust þá byrjaði einn af bekkjarbræðrum mínum í grunnskóla í sama framhaldsskóla og við lentum saman í Íslensku. Einn daginn þá vorum við að ræða um hófsemi og einelti og annað því tengt, þá spyr kennarinn þennann sama strák hvort að hann hafi einhverntímann lagt einhvern í einelti og strákurinn svaraði hreint út NEI! Þetta var eitt að því fáa sem að gerði mig mjög reiða á síðasta ári, að maður sem að hafði lagt mig í einelti í 10 ár í grunnskóla hafi ekki verið nógu mikill maður til að játa að hann hafi einhverntímann lagt í einelti..

Um þetta fór ég að tala við eina af mínum bestu vinkonum og ég sagði við hana hvað ég hafi verið reið að heyra þetta. Hún sagði einfaldlega að þetta gæti verið afneitun hjá þeim sem að lagði einelti að þora ekki að segja frá því að hafa lagt í einelti. 

Einelti er samt eins og ég segi mannskemmandi og maður er aldrei heill á eftir.. og maður er enn að velt fyrir sér afhverju þetta var ég! Ég á enn við sjálfsálitsvandamál að stríða, vegna eineltissins og þau eiga ekki eftir að fara vegna þess að maður spáir alltaf út í það "æjj, þetta er ekki nógu flott til að vera í!" eða fær í raun í magan ef að fólk er að horfa á mann. 

En eitt verð ég að segja, ég er rosalega stolt af stelpunni henni Hólmfríði að þora að skrifa um þetta og hafa einfaldlega labbað út úr skólanum sínum til þess að losna undan þessu af því að það er ROSALEGA erfitt að fara að rifja upp allar þessar minningar sem að maður hefur um einelti sem að maður lendir í í grunnskólum og það er eiginlega sláandi hvað er mikið um það!

Mín tíu ár í grunnskóla voru hryllingur og ég myndi ekki vilja að nokkur annar lendi í þessu sama og maður sjálfur hefur lent í!

Maggz:*

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ sæta flott blogg hjá þér ég held að allir séu samála þér um að einelti er mannskemmandi allavega þeir sem hafa lent í einelti.

love you

Sigurborg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 12:30

2 Smámynd: Margrét Hildur Pétursdóttir

Takk takk :) Þetta var voðalega gott að koma þessu út :)

Margrét Hildur Pétursdóttir, 22.1.2009 kl. 09:12

3 identicon

Váá ég veit ekkert hvað ég á að segja, vissi ekkert um þetta elskan mín! Oh langar svo að knúsa þig..

Kristjana Ósk (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:09

4 Smámynd: Nanna Guðmundsdóttir

Þegar maður pælir í því núna þá sér maður að það hafi verið einelti í gangi en maður áttaði sig ekkert á því þá. Fólk getur verið svo andstyggilegt án þess að átta sig á því hvaða áhrif það hefur.

Nanna Guðmundsdóttir, 22.1.2009 kl. 16:55

5 Smámynd: Margrét Hildur Pétursdóttir

Takk Kristjana mín :*

Já það voru fáir sem að áttuðu sig á þessu fyrr en svo seint .. En þetta er í lagi, maður er betir manneskja í dag fyrir vikið og veit hvað maður á að gera þegar svona kemur upp :)

Margrét Hildur Pétursdóttir, 25.1.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband