Langt síðan síðast!

Það er orðið pínu langt síðan ég bloggaði síðast, þannig ég ætla að skella einu inn núna :) Er búin að eiga nokkuð góða viku! Fyrir utan símtalið sem að ég fékk áðan :(

En allavega, Rasmus hringdi í mig þann 8. sept og spurði hvort að ég nennti ekki að koma með sér í Randers Regnskov... Ég náttúrulega játti því, alltaf ótrúlega gaman að fara í Regnskovin.. Svo þegar ég var búin að passa lilluna á fimmtudeginum, þá skelli ég mér í Randers Regnskov, ég labba inn með Musa og við löbbum þarna um eins og hver annar túristi... við búin að skoða frekar lítið þegar ég fæ bank í bakið! Stendur þá ekki litli bróðir fyrir aftan mig! Ég hélt að það myndi líða yfir mig! Ég hristist  og skalf og ég fékk nokkur tár í augun, enda ekki búin að sjá lilla bró í langan tíma!
p9090005.jpg
Við Óli :)

 

 

 

 

 

 

p9090008.jpgÉg og strákarnir mínir ;) Vantaði bara einn í viðbót, þá hefði þetta verið fullkomið!










Það tók mig svolítið langan tíma að átta mig og ná mér af þessu áfalli að fá ekkert að vita! Var ekki mjög sátt við fjölskylduna mína í nokkra klukktíma! ;) En það gekk þó yfir :)

En á föstudeginum fór ég til Árósa, skemmti mér hryllilega vel þar :) Svo fékk ég Óla til mín á Sunnudagskveldinu og við gerðum ekkert annað en að horfa á teiknimyndir og kannski að fara niður í bæ að skoða eða fá okkur bjór :)

En svo kom að því að ég þurfti að kveðja litla bróður! Enda þurfti hann að komast heim í skotvopnaleyfið... þannig að ég var skilin ein eftir hér :/ En hvað um það... Veit um fólk sem að er að koma til Danmerkur og ég er farin að hlakka sjitt mikið til... byrjar á Ásu Dóru og svo kemur eiginkonan von bráðar :D

Þetta er bara gaman!
Búin að vera hér í nærri 6 vikur! Þetta er svo fljótt að líða! :P

MaX


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband