Þýskaland og 44 dagar :)

Já ég skrifa hérna af hótelherberginu í Þýskalandi, þar sem að við erum búin að vera í núna nærri fjóra daga.. :) Fínasta hótel, fyrir utan það að ég hef lítið sem ekkert sofið síðan ég kom hingað... ætla að kenna lakinu um í þetta skiptið, þar sem að ég er vön að nota frottélök, og ekki einhverju sem er gert úr því sama og sængurverið!

Ég er búin að leggja lokahönd á jólagjafainnkaup, á bara eftir að föndra jólagjöfina handa Jette og Bent og kaupa eitthvað lítið og sætt handa krökkunum.. Jú og kaupa eitthvað handa henni Þorgerði.. :) Er samt eiginlega búin að ákveða hvað á að gefa henni þannig.. :)

En svo get ég ekki lýst því hvað tíminn er stundum fljótur að líða! Það er bara einn og hálfur mánuður í að maður verði lentur á Íslandinu góða :D Hlakka súpermikið til! Þegar ég kem heim er ég búin að vera í útlegð í rúma fimm mánuði! Vá hver hefði getað giskað á fimm mánuði! :D 

En á morgun er heimferð frá Þýskalandi, ég er pínufegin, því þá get ég kannski sofið örlítið! :P Og já möguleiki á því að maður stoppi í Scandinavia Park og taki með sér eins og nokkra Odense með heim! :D Jubbí!

MaX


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband