Hálf einmanna:(

Jájá, nú fer dvöl minni að ljúka hér í Óðinsvéum og fer ég sem leið liggur til Köben í fyrramálið að hitta Troels. En hvað það verður nú gaman:P En þá sleppur maður við það að þurfa að fara með lest á sunnudaginn og minnkar þar með ferðalagið fyrir einn dag:) En á morgun er planið að fara til Troels láta hann hafa brennivínið og sona og fara svo að skemmta sér eitthvað seinna um kveldið:P En hvað það verður gaman:)

En eins og fyrirsögnin segir þá er maður hálf einmanna og hefur maður ekkert að gera.. Er reyndar ekkert búin að gera í dag.. Það er búið að vera svo leiðinlegt veður hér í Véunum..:( Ekkert skemmtilegt s.s. en greinilega betra heldur en veðrið heima. Vona sko að það verði skikkanlegt þegar maður lendir á sunnudagskvöldið:) En ég festi kaup á einu stykki af Smirnoff Ice áðan en enginn til að drekka það með. En það verður drukkið á morgun pottþétt:P Í góðra vina hópi sko! 

Ég er ekki að nenna blogga meira:P Ætla bara að gå i sæng fljótlega og fara að lesa eða eitthvað sko.. fara svo að djamma af mér rassin á morgun og svo heim á sunnudag:) Verður svo gaman af því að ég þarf ekki að bíða eftir lest kl eitthvað um morguninn til að fara til pabba, gisti bara í Köben:)

En þetta er nóg í bili. Langar reyndar soldið til að hringja í einhvern sem gæti verið á þorrablótinu.. en það kemur bara í ljós:P

kv. Maggzz 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband