humf!

Jæja, það er nú ekki mikið sem á daga mína hefur drifið, annað en það að maður er búin að kíkja niður í bæ og Tarup og Bilka og fleiri sona skemmtilegar búðir;) En er samt ekki búin að kaupa mér eitthvað þvílíkt;) Er bara búin að kaupa mér 2 peysur, geðveikt græna inniskó og Kawasaki skó. Þetta var allt á útsölu btw!
En svo fer bara alveg að líða að því að maður fari að fara heim, með smá viðkomu í Köben til þess eins að hitta Troels og fara að djamma smá kannski:) Ég kom allavega með Brennivín að heiman sem að var ein af óskunum...:) En þetta verður bara gaman sko.. og ætlar minn fyrrverandi að vera samferða úr Slagelse til Köben:P
Það er svo fyndiði að kalla hann FYRRVERANDI:) En það skiptir svo sem ekki.. við erum vinir fyrir því! Þá getur maður farið að einbeita sér að fullt af örðum hlutum.
Ég er að fara á Akureyri eftir rúma viku.. verður bara gamanþar skooo... hlakka sko til að hitta hana Kötu mína:) En annars hefur maður ekkert mikið verið að taka myndir neitt.. það var rigning í gær og ég eillega nennti ekki út, þar sem að ég skildi úlpuna mína eftir á Íslandinu! Hélt að ég þyrfti hana ekkert, þar sem að maður stólar nú alltaf á gott veður hér í DK. En ekki hægt að stóla mikið á það þessa vikuna, það á sko að vera rigning það sem eftir er af minni dvöl hér. Það er allavega búið að vera mjög hráslagalegt hér í allan dag.. 

En í gær þá var ég svo góð við hann faðir minn að ég skúraði bæði herbergin í þessarri litlu íbúðarkitru hans og þreif meira að segja klósettið:P Svo vaskar maður líka upp fyrir kallin:P En svo kíktum við aðeins niður í Tarup áðan og fórum að versla í matin eða kökur og kex.. Og svo náttúrulega það sem er best af öllu... Röget salami og smurostin sem er svo góður, man ekki hvernig á að skrifa það:S en svo kíkti maður líka inn í Sparkz búðina en það var s.s. ekkert spennó þar... ég eillega nenni ekki að versla..
Ætli maður sé ekki bara að spara orkuna fyrir helgina:P Neee, segi sona:P En ég þarf að læra alveg helling til að geta skilað af mér áður en maður kveður Odense.. Þannig að ég ætla að fara að gera eitthvað:)

Skýt inn bloggi þegar ég er lent á klakanum á sunnudag... ef ég nenni:P Kannski eilítið af myndum líka:P

Endilega kommentið eða skrifið í Gestóbókó!

Kv. MaggzzDevil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þú seigir það já en veistu maður á alltaf að taka með sér úlpu þótt maður sé að fara til útlanda þar er stundum svoliðis veður eins og hérna á klakanum:)

heyri í þér

Sigurborg (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband