The Jewell of Scotland

Nú er ég búin að vera að horfa á þátt á Travel Channel. Maður fær svona nett nostalgíukast.
Það var verið að sýna þátt um Edinborg og Skotland.

Ég bjó í Edinborg í tvo yndislega mánuði. Var þar sem Au-pair eins og flestir vita. En þar sem að ég var að horfa á þennan þátt, langar mig þangað aftur.
Edinborg er bara falleg borg í einu orði, gaman að vera þar og gott að vera.. Margt sem hægt er að gera.

Ég fór aftur rétt fyrir jólin eftir að ég kom heim, á ég góðar myndir af því hér heima, þar sem að við systkinin og Ólöf voru klædd í hefðbndna skoska búninga.

En það sem að ég man mest var að þegar ég átti tímann úti í Edinborg, það sem að ég gerði oftast var að fara með hana Klöru í kerrunni labbandi niður í Princess Street Garden, sem er garður í rauninni við hliðina eða fyrir neðan kastalann. Ég labbaði þar svo með strákunum og Ólöfu og það var reyndar ekki mikið hægt að labba þarna af því að það var svona karnival. Er held ég alltaf fyrir jólin.

Þessi garður er svo fallegur að labba í gegnum.

Edinborg er bara æði..

En það er lítið búið að ske, bara búin að vera upp í sveit, gerði ekkert um Versló, var bara heima...

En nenni ekki að vera í þessu nostalgíukasti, er farin að gera eitthvað:P

Maggz


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband