Helgin :)

Helgin var æðisleg í einu orði sagt, fyrir utan það að myndavélin mín hætti að virka...! Urrg!

En hvað um það, ég gerði voðalega lítið á föstudeginum, við fórum jú í Randers Storcenter til þess að fara í Kvickly... jii hvað ég elska þá búð! Skoðaði mig um, ætla sko að kaupa mér fyrir iPodin eins og Bent keypti fyrir sinn og kostaði ekki nema 250 kr danskar! Keypti mér strigaskó á laugardaginn, þannig að ég get hætt að nauðga stígvélunum... :) Skórnir voru á spottprís og kostuðu ekki nema 25 kr danskar... ánægð með það... ætla líka að kaupa mér Kawasaki skó sem að kosta ekki nema 100 kall danskar, þannig að það verður bara gaman að eiga strigaskó hér! Eftir að var búið að kaupa sér skó, fórum við öll fjölskyldan út að borða... Fékk sko bestu samloku í heimi.. Jummm, með kjúkling, skinku, beikoni og allskonar grænmeti... Ekkert smá góð!

Eftir að ég var búin að borða með þeim fór ég beint niður á rútustöðina til að skreppa til Árósa! Tók bara rútuna af því að ég nennti engan vegin að labba niður á lestarstöð... :) Þegar ég var komin til Árósa var Stine að bíða eftir mér... við fórum og versluðum fyrir Sylvíu og svo heim!
Fórum svo og gerðum okkur til og skruppum niður í bæ... fengum okkar að éta og keyptum okkur öl! Mér finnst æðislegt að geta labbað bara inn í næstu búð til að kaupa bjór, en ekki þurfa að fara í áfengisverslun sem er svo ekki opin alltaf! En við röltum um í rigningunni og fórum á staðin þar sem að við ætluðum að hitta einhverjar stelpur.. Staðurinn heitir Bodegaen! Sátum þar til kl. rúmlega 22, þá færðum við okkur yfir á Heidi´s.. Sem er bara snilldar staður! Þar má dansa upp á borðum og bekkjum og er eindregið mælt með því að það sé gert :) Þetta kvöld var bara stuuuuð! Skemmti mér allavega þrusuvel!
Fórum svo heim með Natbussen! Var svo vöknuð um átta þar sem að ung dama vakti okkur! Fór svo heim aftur með rútunni!

Ég notaði daginn í gær að sofa og ekkert nema sofa :) Enda hefði ég ekki getað verið vakandi allan þennan tím hvort eð er!

En svona var helgin! Næsta helgi ber með sér Djurs sommerland :D Vahúú! Hlakka svo til :)

Er farin! 

MAX


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband