Hvernig væri það?

Jájá, ekki er það amalegt að ég fékk póst áðan frá Iceland Express. "Góða ferð til Kaupmannahafnar"!!! Vá það eru ekki nema 2 vikur þangað til að við fljúgum út. Það er ekkert smá stutt. Svo er pabbi gamli alveg að fara að koma heim. Enda er ég farin að iða hvar sem ég er. Allir farnir að hlakka til. Svo ætla ég að biðja pabba um að kaupa fyrir I-podin minn. 

Svo er maður alveg að fara að flytja af HvanneyrinniCrying Mun það vera ekkert smá leiðinlegt, þá þarf maður að redda sér fari uppeftir á fimmtudögum til að fara á barin. Ef ég á að segja eins og er, þá hlakka ég bara ekkert til að fara aftur niður í Borgarnes. Þoli ekki að vera þar. Eina sem að ég geri niður í Borgarnesi er að fara í vinnuna, annað ekki. En íbúðin sem að við erum að fara í er hevííí flott... Lýsi henni betur þegar að við erum komin í hana.

Sjitt, við erum bara alveg að fara...

Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband