Þetta er að verða nóg!

 Er ekki komið nóg af vondu veðri? Maður er alveg að klébrast á þessum vindi og öllum þessum óveðrum! Ég vissi ekki hvert ég ætlaði í gær þegar ég kíkti út um gluggan minn. Enda svaf ég inni hjá henni móður minn útaf því, var þá ekki ljósastaurin sem er beint fyrir utan gluggan minn orðin skakkur og haltur bara, hausin á staurnum snýr í átt að glugganum mínum og staurinn bara skakkur.. það mætti halda að hann hafi litið upp og sé að ákveða að færa sig um set! En þetta veður í gær var bara eitthvað rugl! Var kölluð út í gær og fór náttúrulega.
Já, ég get nú sagt fyrir minn part að ekki var það gaman að vita af því að maður sé í einhverjum 60+ metrum einhversstaðar...  sá nefnilega á vegagerdin.is að það hafi slegið yfir 60 metra í hviðum og svo var mælirinn sprunginn... Ekki í fyrsta skipti það! En það er í lagi...

En nú þarf maður að fara að læra.. Ef einhver veit mikið um Freyju af vanaætt í norrænni goðafræði, þá væri það mjög hjálplegt.. Er nefnilega að reyna að skrifa ritgerð.. Gengur ekki vel.. er að blogga í staðin:) 

Endilega kommentið eða skrifið í gestabókina.. svo maður fái nú að vita hverjir eru að skoða hjá manni síðuna...

Maggzz - menntaskælingur í Borgarnesi:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband